Leikin íslensk samtímatónlist á fullveldisdegi Íslendinga og degi íslenskrar tónlistar.
Umsjón: Rakel Edda Guðmundsdóttir
Tónlistin í þættinum:
Hér er landið frjótt og frítt eftir Sigurð Bragason, ljóðið orti Jónas Hallgrímsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja undir stjórn tónskáldsins.
(Útg. 2024 á plötunni Blómljóð)
Íslensk rapsódía eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Þættir verksins eru fimm:
Mansöngur
Víkingaskottís
Dans smaladrengsins
Söngur mjaltastúlkunnar (serenaða)
Glíman við Glám
Símon H. Ívarsson leikur einleik á gítar.
Upphaf eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur. Ljóðið orti Ingibjörg Haraldsdóttir. Tónskáldin (Ingibjargir) flytja.
(Útg. 2023 á plötunni Konan í speglinum).
Serimonia (2014) eftir Hauk Tómasson.
Strokkvartettinn Siggi leikur, en hann er svo skipaður: Una Sveinbjarnardóttir, fiðla; Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla; Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla; Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló). Hljóðritað í Masterkey Studios, á Seltjarnarnesi 10.-14. júní 2018. (Útg. 2019 á plötunni South of the circle)
Flautuspil eftir Karólínu Eiríksdóttur. Martial Nardeau leikur einleik á þverflautu.
(Útg. 1999 á plötunni Spil).
Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari flytja tvö lög:
Þegar undir skörðum mána eftir Huga Guðmundsson, við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson.
Sofðu unga ástin mín, eftir Jón Leifs, við ljóð Jóhanns Sigurjónssonar.
Hljóðritað í Fella- og Hólakirkju í maí 2007 og júlí 2010. Hljóðritun og eftirvinnsla: Sveinn Kjartansson.
(Útg. 2014 á plötunni Í ást sólar. Íslensk einsöngslög)
Ave María (1985) eftir Hjálmar H. Ragnarsson, textinn er latnesk bæn. Sönghópurinn Hljómeyki syngur undir stjórn tónskáldsins.
(Útg. 1991 á plötunni Choral works)