Plata vikunnar

Virgin Orchestra - Fragments

Á Fragments eru sjö lög sem blanda post-punk saman við raftónlist, draumpopp, industrial og óhljóðalist sem skapar tilraunakenndan hljóðheim innblásinn af The Cure, My Bloody Valentine, Velvet Underground og fleirum. Hljómsveitin er skipuð Starra Holm, Stefaníu Pálsdóttur og Rún Árnadóttur sem kynntust í tónlistarnámi við Listaháskóla Íslands.

Síðasta sumar hélt hljómsveitin til Berlínar til spila á tónleikum og taka upp efni fyrir Fragments í Funkhaus Studios. Í sumar fylgja þau plötunni eftir með tónleikaferðalagi til Skotlands og víðar.

Frumflutt

12. júní 2023

Aðgengilegt til

11. júní 2024
Plata vikunnar

Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Þættir

,