Plata vikunnar

Tilbury - So Overwhelming

Hljómsveitin Tilbury spilar jaðarokk með sækadelískum undirtón og gaf nýlega út sína þriðju plötu So Overwhelming. Á síðasta áratug sendi sveitin frá sér plöturnar Northern Comfort og Exorcise með stuttu millibili. Sveitin var stofnuð sem sólóverkefni sumarið 2010 af Þormóði Dagssyni en verkefnið vatt upp á sig og breyttist í fimm manna sveit skipaða söngvararnum Þormóði, Kristni Evertsyni á hljóðgervil, Erni Eldjárn á gítar, Guðmundi Óskar á bassa og Magnúsi Trygvasen Eliassen á trommur. So Overwhelming er átta laga þar sem lögin og textarnir eru eftir Þormóð Dagsson en auk sveitarinnar koma þau Steingríum Teague og Mr. Silla við sögu.

Plata vikunnar á Rás 2 þessu sinni er So Overwhelming sem verður spiluð í heild sinni eftir 10 fréttir í kvöld ásamt kynningum sveitarinnar á lögunum.

Frumflutt

15. maí 2023

Aðgengilegt til

14. maí 2024
Plata vikunnar

Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Þættir

,