Plata vikunnar

Mukka - Study Me Nr. 3.

Hljómsveitin Mukka var stofnuð í Reykjavík árið 2017 af Guðmundi Óskari Sigurmundssyni (frá Vestmanneyjum) og Kristjóni Hjaltested (frá Njarðvík). Þeir kynntust þegar þeir unnu báðir á Sæmundi í Sparifötunum eða Kex Hostel. Guðmundur Óskar var þá spila með bróður sínum Unnari eða Júníus Meyvant og Kristjón með Hljómsveitinni Par-Ðar og AVÓKA.

Nokkrum árum áður en fyrsta platan kom út höfðu þeir velt því fyrir sér hvort þeir ættu ekki prófa fara í stúdíóið og prófa gera eitthvað saman. Síðan þá hafa þeir gefið út tvær plötur og þriðja kom út um miðjan maí og heitir Study Me Nr. 3. Hún er plata vikunnar á Rás 2 og verður spiluð í heild sinni eftir tíufréttir í kvöld ásamt kynningum sveitarinnar á tilurð laganna.

Frumflutt

5. júní 2023

Aðgengilegt til

4. júní 2024
Plata vikunnar

Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Þættir

,