Perlur

Þáttur 51 af 60

Tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.

Leikin eru lög eftir Þórarinn Guðmundsson og Karl O. Runólfsson við ljóð kunnra íslenskra skálda, auk þjóðlaga sem útsett hafa verið fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Unglingurinn í skóginum, ljóð eftir Halldór Laxness, flutt af Önnu Kristínu Þórarinsdóttur við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem leikur samnefnt tónverk Karls O. Runólfssonar.

Þorsteinn Ö. Stephenssen flytur ljóð Einars Benediktssonar: Hvarf séra Odds frá Miklabæ, við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem leikur tónverk Karls O. Runólfssonar.

Brot úr viðtali Jóns Magnússonar, fréttastjóra, við Halldór Laxness, sem tekið var 24. janúar 1958, þegar Halldór og Auður Lsxness voru nýkomin heim úr heinmsreisu. Skáldið segir frá þessu ferðalagi þeirra til Bandaríkjanna, Kína og Indlands.

Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.

(Áður á dagskrá 1999)

Frumflutt

28. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Perlur

Þættir

,