Leikin er íslensk tónlist sem Kristinn Hallsson og Guðmundur Jónsson flytja, auk laga sem Kirkjukór Bústaðakirkju og Barnakór Bústaðakirkju flytja.
Ennfremur er eftirfarandi talmálsefni endurflutt úr segulbandasafni RÚV:
Gísli Björgvin Kristjánsson, umsjónarmaður Ráðningarstofu landbúnaðarins, flytur erindi um þýska verkamenn sem komu til að starfa á íslenskum sveitabæjum, 1949 - 1959.
Einar Ólafur Sveinsson flytur brot úr erindi sínu um náttúrukennd forfeðra okkar og fornan kveðskap, sem flutt var í útvarpið árið 1963.