Perlur

Þáttur 50 af 60

Leikin er íslensk tónlist sem Kristinn Hallsson og Guðmundur Jónsson flytja, auk laga sem Kirkjukór Bústaðakirkju og Barnakór Bústaðakirkju flytja.

Ennfremur er eftirfarandi talmálsefni endurflutt úr segulbandasafni RÚV:

Gísli Björgvin Kristjánsson, umsjónarmaður Ráðningarstofu landbúnaðarins, flytur erindi um þýska verkamenn sem komu til starfa á íslenskum sveitabæjum, 1949 - 1959.

Einar Ólafur Sveinsson flytur brot úr erindi sínu um náttúrukennd forfeðra okkar og fornan kveðskap, sem flutt var í útvarpið árið 1963.

Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.

(Áður á dagskrá 1999)

Frumflutt

21. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Perlur

Þættir

,