Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

„Barnsskömm“ og boðorðin tíu

Loftslagsvandinn er mörgu leyti siðferðislegur vandi. Sumir hafa kallað hann siðferðisstorm. Í þessum þætti af Loftslagsþerapíunni kryfjum við loftslagsvandann með hjálp siðfræði og trúarbragða.

Meðal viðmælenda eru vistguðfræðingur, grænkeri með húðflúr af slátursvíni, verkfræðingur sem valdi rósavín fram yfir föt og móðir sem á erfitt með svara þegar dætur hennar spyrja hvers vegna þær megi ekki fara til útlanda.

Birt

26. okt. 2019

Aðgengilegt til

16. sept. 2021
Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Í Loftslagsþerapíunni eru snertifletir loftslagsógnarinnar skoðaðir í sambandi við allt það mannlega. Við tölum um óttann, afneitunina og skömmina, grátum kannski smá en hlæjum líka. Við tölum við siðfræðinga, sálfræðinga, pólitíkusa, presta, vísindamenn og venjulegt fólk. Við horfumst í augu við staðreyndir en látum okkur líka dreyma, reynum leggja loft-slagsmálin á hilluna og hugsum í lausnum, því það er ekkert annað í stöðunni en reyna redda þessu saman. Þetta verður tilfinningarússíbani. Komdu með.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.