Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Ég, amma og staðan í dag

Í fyrsta þætti Loftslagsþerapíunnar horfir þáttastjórnandi í tilvistarkreppu til fortíðar og framtíðar.

Í fyrri hluta þáttarins er saga loftslagsumræðunnar rakin í stórum dráttum og sett í samhengi við líf okkar sem lifum í dag.

Í síðari hluta hans er rætt við vísindamenn um stöðuna, hversu alvarleg hún er í raun og hvers vegna vísindamenn vilja ekki hugsa um áhrif fjögurra eða fimm gráðu hlýnunnar.

Frumflutt

5. okt. 2019

Aðgengilegt til

17. ágúst 2024
Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Í Loftslagsþerapíunni eru snertifletir loftslagsógnarinnar skoðaðir í sambandi við allt það mannlega. Við tölum um óttann, afneitunina og skömmina, grátum kannski smá en hlæjum líka. Við tölum við siðfræðinga, sálfræðinga, pólitíkusa, presta, vísindamenn og venjulegt fólk. Við horfumst í augu við staðreyndir en látum okkur líka dreyma, reynum leggja loft-slagsmálin á hilluna og hugsum í lausnum, því það er ekkert annað í stöðunni en reyna redda þessu saman. Þetta verður tilfinningarússíbani. Komdu með.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.

Þættir

,