Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Frá loftslagskvíða til solastalgíu

Í öðrum þætti Loftslagsþerapíunnar er hlegið og grátið. Fjallað er um hvernig loftslagsvandinn tengist líðan okkar og geðheilsu og hvernig hægt er lifa með honum.

Það finna margir fyrir kvíða, reiði, sorg eða vanmætti gagnvart loftslagsvandanum. Það er skiljanlegt en það er verra ef tilveran verður samfellt kvíðakast eða þrálátar hugsanir keyra okkur í þunglyndi.

Frumflutt

12. okt. 2019

Aðgengilegt til

17. ágúst 2024
Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Loftslagsþerapían - Hlaðvarp

Í Loftslagsþerapíunni eru snertifletir loftslagsógnarinnar skoðaðir í sambandi við allt það mannlega. Við tölum um óttann, afneitunina og skömmina, grátum kannski smá en hlæjum líka. Við tölum við siðfræðinga, sálfræðinga, pólitíkusa, presta, vísindamenn og venjulegt fólk. Við horfumst í augu við staðreyndir en látum okkur líka dreyma, reynum leggja loft-slagsmálin á hilluna og hugsum í lausnum, því það er ekkert annað í stöðunni en reyna redda þessu saman. Þetta verður tilfinningarússíbani. Komdu með.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.

,