16:05
Síðdegisútvarpið
26.apríl
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Stóri Plokkdagurinn er á sunnudaginn en rúmlega sjö þúsund og áttahundruð manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á facebook og þessi hópur er kominn á fullt í að plokka í sínu nærumhverfi. Eftir vindasaman vetur er plast og rusl útum allt í kringum þéttbýli og áríðandi að það komist úr umhverfinu áður en það hverfur á haf út eða grefst í náttúruna. Einar Bárðarson, plokkari og allt múligt kall, ætlar að fara yfir þetta með okkur.

Samkvæmt niðurstöðu þriggja ára rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir Félag lesblindra á Íslandi glíma allt að 20 pró­sent ung­menna á aldr­in­um 18-24 ára við les­blindu. Rann­sókn­in er sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar hér­lend­is og gefa töl­urn­ar til kynna að les­blinda sé mun al­geng­ari en áður hef­ur verið talið.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig að eitt af lykilatriðum fyrir framtíð barna sé að þau fái greiningu og stuðning fyrir 10 ára aldur. Þannig væri hægt a lágmarka þau áhrif sem lesblinda hefur á félagslega stöðu til framtíðar. En hver er staðan í þessum málum er verið að gera nóg fyrir þennan hóp og hvaða tæki og tól hafa bæst í flóruna til að greiða veg þeirra sem glíma við lesblindu. Snævar Ívarsson er framkvæmdastjóri félagsins hann kemur til okkar á eftir.

Olíupeningar hafa tröllriðið fótboltaheiminum og breytt honum verulega undanfarin ár og virðast sum lið hafa botnlausa sjóði til að vinna úr. En í sannkölluðum Öskubusku ævintýris Hollýwood stíl keyptu tveir Hollywood leikarar lið í 5. deild enska boltans, velska liðið AFC Wrexham. Þeir Ryan Reynolds og Rob McElhenny keyptu liðið af stuðningsmönnum liðisins og samþykktu 98,6% þeirra kaupin. Þetta var í nóvember 2020. Liðið tryggði sér um daginn sigur í deildinni og brutust út mikil fagnaðarlæti í kjölfarið. Þrautagöngunni var loks lokið þó að sjálfsagt megi segja að ævintýrið sé rétt að byrja. Matthías Freyr Matthíasson hjá fotbolti.net heillaðist af liðinu og þessu ævintýri öllu og er nú einn helsti stuðningsmaður liðisins hérlendis. Hann kemur til okkar og segir okkur frá ferð sinni á leik með liðinu og móttökurnar sem hann fékk.

Karl III verður krýndur konungur Bretlands þann 6. maí nk. Krýningardaginn ber upp á afmælisdag Archie, barnabarns Karls, sonar Harry og Meghan. Í tilefni af þessu hafa verið settir á dagskrá þættir um Karl konung og umsjónarmaður er Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður. Hún kemur til okkar og segir frá.

Eins og hverjum miðvikudegi fáum við til okkar áhorfanda Síðdegisútvarpsins, Ragnar Eyþórsson sem bendir hlustendum á áhugavert efni í kvi

Var aðgengilegt til 25. apríl 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,