12:42
Þetta helst
Svanasöngur þýsku kjarnorkuveranna
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Íslendingar fylltust margir óhug fyrir rúmum áratug þegar kjarnorka dúkkaði skyndilega upp á rafmagnreikningi heimilisins. Hafði kjarnorkuver verið reist í skjóli nætur að þjóðinni forspurðri? Síðan 2011 hafa íslensk orkufyrirtæki gefið út og selt upprunaábyrgðir raforku. Erlend raforkufyrirtæki sem nota kjarnorku eða jarðefnaeldsneyti til sinnar framleiðslu kaupa þessi hreinu vottorð og láta sín í staðinn. Sú kjarnorka sem við notum innan gæsalappa hér á landi kemur þó ekki frá Þýskalandi í það minnsta ekki lengur, því þann 15. apríl var slökkt á þremur síðustu kjarnorkuverkum landsins sem enn voru í notkun. Lokunin hafði legið í loftinu lengi eða frá því um aldamótin þegar þýsk stjórnvöld tóku ákvörðun um að hætta notkun kjarnorku. Mikil andstaða hefur verið við kjarnorkuver í Þýskalandi frá því á áttunda áratugnum en lokunin er engu að síður umdeild. Áhrifa orkukreppunnar í kjölfarar innrásar Rússa í Úkraínu gætir enn og kolanotkun hefur aukist á sama tíma og yfirlýst markmið er að draga úr koltvísýringsútblæstri. Í þætti dagsins fjallar Snorri Rafn Hallsson um síðustu kjarnorkuverin í Þýsklandi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,