06:50
Morgunvaktin
Íslenskt mál, dönsk málefni og kafbátar
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason höfundar nýútkomins greinasafns um íslenskt mál og þróun þess meðal Vestur-Íslendinga komu og sögðu frá rannsóknum sínum og útgáfu ritsins.

Borgþór Arngrímsson fjallaði um dönsk málefni, þar á meðal fjárlög ársins í ár, hneykslismáli tengdu þingmanni og mikilvægi góðs lofts.

Illugi Jökulsson talaði um sögu kafbáta, þar á meðal smíði þeirra og notkun. Tilefnið er ákvörðun stjórnvalda er nú kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland til að taka á móti kosti og skipta um áhöfn. Kafbátarnir fá þjónustu nokkra kílómetra úti fyrir landi en ekki koma í höfn.

Tónlist:

The Banana boat (day - O) - Harry Belafonte,

Sólstafir yrkja - Haraldur Reynisson,

Sådan nogen som os - Poul Krebs.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,