16:05
Síðdegisútvarpið
13.janúar
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Í morgun voru helstu niðurstöður íslensku ánægjuvogarinnar kynntar fyrir árið 2022. Einstök fyrirtæki, markaðir og helstu breytingar eru meðal þess sem var kynnt. Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri þekkingarfyrirtækisins Prósent kemur til okkar á eftir og segir okkur frá því helsta sem þarna kom fram í tengslum við íslensku ánægjuvogina

Við höldum okkur að sjálfsögðu við handboltann því í dag heyrum við viðtal sem Einar Örn Jónsson tók við tvo af strákunum okkar, þá Aron Pálmarsson og Elliða Snæ Vidarsson, sem eflaust eru sáttir í Svíþjóð eftir glæsilegan sigur á Portúgölum.

Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk græddar hendur á sig í Frakklandi, 23 árum eftir slys þar sem hann missti báðar hendur. Við heyrum í Guðmundi í þættinum.

Árið 1772 kom út í fyrsta sinn Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem byggir á rannsóknum fræðimannana tveggja á landsháttum á Íslandi og lífi Íslendinga. Síðan hefur margt breyst en það hefur farist fyrir að uppfæra rannsóknir Eggerts og Bjarna, fyrr en nú.

Hinn víðförli Borgfirðingur, Gísli Einarsson, hefur undanfarinn aldarfjórðung ferðast fram og aftur um landið, hring eftir hring og aftur til baka og stúderað landshætti og líf landans með það að markmiði að taka upp þráðinn þar sem Eggert og Bjarni skildu við. Afraksturinn verður sýndur í landnámssetrinu í Borgarnesi. Gísli verður í beinni beint frá Borgarnesi og segir okkur frá þessu ævintýri öllu saman.

Í kvöld halda Úkraínumenn á Íslandi upp á sinn eigin þrettánda. Þeir halda upp á jólin seinna en við og því er þrettándahátíðin þeirra í dag. Alona Perepelytsia kemur til okkar í lok þáttar og segir okkur frá dagkránni sem boðið verður upp á í Iðnó í kvöld.

Rögnvaldur Guðmundsson er smiður sem býr í miðbæ Reykjavíkur. Þegar Rögnvaldur er ekki að smíða þá er hann í Dúfnakofanum sínum sem hann er með út í garði. Í kofanum ræktar hann bréfdúfur en sem krakki ræktaði hann skrautdúfur. Áhuginn kviknaði svo aftur þegar hann og synir hans voru að horfa á þættina Mike sem fjalla um ævi Mike Tyson, Í þeim ræktar hann meðal annars dúfur. Synir Rögnvaldar urðu mjög forvitnir og áhugsasamir og kveikti það aftur neistann hjá Rögnvaldi. Hann mætir til okkar á eftir.

Í fyrradag átti sér stað leiðinlegt atvik í undanúrslitum í bikarkeppni karla í körfubolta þar sem Höttur og Valur áttust við. Valur vann leikinn og var staðan 47 - 74 þegar flautað var til leiksloka. Ekki virtust allir stuðningsmenn Hattar taka tapinu íþróttamannslega því einn þeirra kastaði bjórdós í hóp stuðningsmanna Va

Var aðgengilegt til 13. janúar 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,