08:05
Þú veist betur
Kvóti
Þú veist betur

Umsjón: Atli Már Steinarsson.

Ég held að flest okkar átti sig á mikilvægi fiskveiða fyrir Ísland, oft er talað um sjávarútveg sem eina grunnstoð landsins, jafnvel þá grunnstoð sem sá hvað mest um að byggja það upp. Eina stríðið sem ég veit um að Ísland hafi staðið í er Þorskastríðið, sem er kannski gott efni fyrir annan þátt en er góður mælikvarði á hversu mikilvæg þessi grein er fyrir okkur sem þjóð. En þó við heyrum orðið kvóti oft er það kannski ekki alveg skýrt um hvað er verið að tala, ju, þetta er fiskurinn sem viðkomandi aðili má veiða en hvenær var þetta sett upp, af hverju og hvernig hefur þetta breyst? Ég fékk til mín Hörð Sævaldsson lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri til að fara yfir málið með okkur og útskýra aðeins betur um hvað er verið að tala.

Var aðgengilegt til 08. janúar 2024.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,