10:15
Orð um bækur
Orð frá fyrra ári um nýjar ljóðraddir og skrif frá eigin hjartarótum
Orð um bækur

Orðanna origami á Rás 1. Hugað að öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.

í þessum fyrsta þætti Orða um bækur á nýju ári er litið um öxl og rifjuð upp fyrstu kynni af nýjum ljóðröddum. Fluttir bútar úr viðtal við Natöshu S. um ljóðabókina Máltaka á stríðstímum. Einnig brot úr vitali við ljóðskáldin Sunnu Dís Másdóttur og Jakub Stachiowich um ljóðabækurnar Plómur eftir Sunnu og Úti bíður skáldleg veröld eftir Jakub. Þá er hugað að skáldverkum þar sem höfundar sækja efnivið í eigin líf. Flutt brot úr samtali Önnu Maríu Björnsdóttur við þær Auði Jónsdóttur, Evu Rún Snorradóttur og Fríðu Íslberg um það hvort afstaða til slíkra bókmennta fari eftir því hvort höfundur er karl eða kona. Að lokum er rifjuð upp heimsókn í Bókasamlagið sem þá var nýstofnað og ætlaði sér stóra hluti í öllu mögulegu viðkomandi bókum þar sem rætt var við forsvarskonurnar Danýju Maggýardóttur og Kikku KM Sigurðardóttur einnig flutt nýtt viðtal við Kikku KM um hvernig tókst til á síðasta ári og hvernig Bókasamlagið fer inn í nýtt ár.

Umsjón Jórunn Sigurðardóttir

Var aðgengilegt til 08. janúar 2024.
Lengd: 40 mín.
,