18:10
Heilahristingur
Sjöundi þáttur - Ferðahristingur
Heilahristingur

Heilahristingur er léttur og skemmtilegur spurningaþáttur þar sem tvö lið svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Þetta misserið mun nýr gestaspyrill vikunnar sitja með Jóhanni Alfreð um hverja helgi og ákveða þemu þáttarins.

Skammdegið er í hámarki þessa fyrstu daga janúarmánaðar og eflaust margir farnir að telja niður í sumar, sælu og frí á framandi slóðir. Við hendum því í Ferðalagahristing í þætti dagsins. Allar spurningar tengjast ferðalögum, fríum og spennandi áfangastöðum um víða veröld. Gunna Dís situr sem gestaspyrill með Jóhanni Alfreð og liðin tvö sem keppa eru Klandur Vest sem í eru Andri Freyr Viðarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir en þau mæta liði Djúpsins sem mynda þau Kamilla Einarsdóttir og Jakob Birgisson. Meðal þess sem kemur við sögu er sælueyjan Tenerife, íslenskir heimshornaflakkar, íslensk flugfélög og mest sóttu ferðamannastaðir í heimi í keppni sem reyndist æsispennandi.

Ekki leyfi fyrir netáhorf eftir útsendingu.
Lengd: 50 mín.
,