16:05
Síðdegisútvarpið
20.desember
Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið að kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess að kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að akstur vegna farsímanotkunar sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess að fólk sem notar síma við akstur sé fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra að fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. Nú hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið að hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt að tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru að fara að kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig að mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið að boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Fjöldi fólks hefur verið fast í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli síðasta sólarhringinn. Við höfum fengið fréttir af því að í Leifstöð hafi verið kalt, þar hafi fólk sofið á gólfinu og langar raðir hafi verið á matsölustöðum auk þess að matur hafi verið að skornum skammti. Katrín Stefánsdóttir er ein þeirra sem var á leið úr landi til Kanarí en varð strandaglópur á vellinum og hún er þar enn, Katrín verður í símanum hjá okkur á eftir og lýsir aðstæðum.

Hótel Keflavík hefur verið notuð sem samgöngumiðstöð síðasta sólarhringinn. Starfsfólk hótelsins hefur staðið í ströngu og á línunn hjá okkur á eftir verður Steinþór Jónsson eigandi Hótels Keflavíkur.

Alþingi samþykkti í síðustu viku fyrstu hækkun á frítekjumarki örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár og taka breytingarnar gildi 1.janúar. Frítekjumarkið mun nær tvöfaldast en það fer úr 110 þúsund krónum í 200 þúsund krónur og þýðir þetta að fólk getur farið í hlutastörf í auknu mæli án þess að bætur þeirra skerðist. Til okkar kemur Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags og vinnumálaráðherra til að ræða þetta og fleiri frumvörp sem voru samþykkt áður en þingið fór í jólafrí fyrir helgi í þeim málaflokkum er heyra undir hans ráðuneyti .

Björn Bragi Arnarsson rekur mathöllina í Grósku og mathöllina í Borgartúni, hann stýrir að auki sjónvarpsþáttunum Kviss á Stöð 2 og svo gefur hann út spurningaspil að auki. Hann var að senda frá sér þriðja Pöbb og Krakkakvissið auk tveggja krakkaspila til viðbótar, annað tileinkað fótboltaspurningum og hitt nefnist Krakkaleikar þar sem krakkar leika orð. Björn Bragi verður gestur Síðdegisútvarpsins á eftir.

Okkar kona Gígja Hólmgeirsdóttir verður í hljóðstofu Rúv á Akureyri og færir okkur nýjustu tíðindi af veðri og færð, auk fleiri frétta að norðan.

Við ætlum að heyra af vinunum Kjartani Atla og Braga Páli sem skrifuðu bókina Langskot í lífsháska um vinina Lóu og Börk. En hvernig kynntust þeir og hvers vegna skrifa þeir skáldsögur saman? Meira um það hér á eftir.

En við byrjum á færðinni á línunni er G.Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Var aðgengilegt til 20. desember 2023.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,