16:05
Víðsjá
Þetta rauða, það er ástin, Kristinn G. Jóhannsson, Skurn
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þetta rauða, það er ástin er nýjasta skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur. Söguhetju bókarinnar, Elsu, langar að mála og stefnir að því af miklum metnaði þótt fyrirmyndirnar séu fáar um miðja 20. öld. Við ræðum við Rögnu í þætti dagsins, um Elsu og stöðu kvenna á þessum tíma, þögninga sem var fylgifiskur áfalla og ábyrgð listamanna á tímum þegar myndlistin var upp á líf og dauða.

Í byrjun desember opnuðu þrjár nýjar sýningar á Listasafninu á Akureyri. Ein þeirra ber titilinn Málverk og er sýning á verkum Kristins G. Jóhannssonar. Ferill Kristins spannar nokkra áratugi en hann hélt sína fyrstu myndlistarsýningu árið 1954. VIð lítum í heimsókn á vinnustofu Kristins í þætti dagsins.

Og Sölvi Halldórsson rýnir í Skurn , eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,