12:42
Þetta helst
Drápsvélmenni lögreglunnar í San Francisco
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Meirihluti borgarstjórnar San Francisco í Kaliforníu samþykkti nú í lok nóvember nýja, og nokkuð sérstaka, lögreglureglugerð. Reglugerðin heimilar lögreglunni að drepa grunaða einstaklinga með fjarstýrðum drápsvélmennum ef ætla megi að viðkomandi stofni lífi lögreglu eða almennings í hættu. Lögreglustjóri þarf að samþykkja slíka banvæna valdbeitingu og lögreglan þarf fyrst að kanna möguleikann á að minnka hættuna með öðrum aðferðum og beitingu annars konar valds.

Eftir mótmæli og gagnrýni sneri borgarstjórn San Franciso ákvörðuninni við í seinni atkvæðagreiðslu sem vanalega er ekkert nema formsatriði. Upphaflega ákvörðunin þótti þó furðuleg, sérstaklega á tímum þegar kallað hefur verið eftir endurskoðun á löggæslu og vekur málið upp spurningar um eðli og hlutverk lögreglunnar. Í Þetta helst í dag fjallar Snorri Rafn Hallsson um drápsvélmennin í San Francisco.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,