06:50
Morgunvaktin
Kuldinn, lopinn og kaupmátturinn
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Kuldakast og snjókoma síðustu daga hefur ólík áhrif á okkur. Sumir gleðjast yfir almennilegum vetri en aðrir geta ekki beðið eftir því að snjóa leysi. En til er fólk sem er með óþol eða hreinlega ofnæmi fyrir kuldanum. Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans sagði okkur frá kuldaofnæmi.

Og úr kuldanum í hlýjuna, hvað er það hlýjasta í heimi? Það eru lopapeysur úr íslenskri ull! Það segir þýska tímaritið Stern sem á dögunum birti mikla grein um íslensku sauðkindina og allt það góða sem henni tengist. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá henni og fleiru.

Þórður Snær Júlíusson var líka með okkur á efnisskránni meðal annars úttekt á ástæðum þess að miklu, miklu færri konur en karlar eru forstjórar almenningshlutafélaga og kaupmáttur ráðstöfunartekna sem hefur snarminnkað upp á síðkastið.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

White Christmas - Ray Brown Trio

Griechischer Wein ? Udo Jurgens

Meiri snjó - Guðrún Á. Símonar

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,