06:50
Morgunútvarpið
20. des - Benedikt Erlings, gelískur uppruni og sorp
Morgunútvarpið

Það hefur snjóað alveg gríðarlega og fryst hressilega í þokkabót sem gerir allt töluvert erfiðara um vik. Ef íbúar hafa áhuga á því að ruslatunnurnar þeirra verði tæmdar fyrir jól er því ekkert annað í stöðunni en að drífa sig út og moka frá ruslageymslunni eða tunnuskýlinu svo sorphirðumenn komist leiðar sinnar. Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg brýndi þetta fyrir okkur hér í upphafi þáttar.

Það hefur hrikalegt veður geysað um land allt. Við heyrðum í Landsbjörgu um verkefni næturinnar og gærkvöldsins.

Benedikt Erlingsson leikari, leikstjóri og kvikmyndagerðarmaður kíkti til okkar upp úr klukkan átta en nú eru einungir 6 dagar í frumsýningu á Ellen B, glænýju verki í Þjóðleikhúsinu sem markar endurkomu Benedikts í leikhúsið - en það er líklega áratugur síðan hann steig síðast á fjalirnar.

Allt sem við vitum um Ingólf Arnarson virðist vera byggt á sandi - að minnsta kosti telur Árni Árnason höfundur nýrrar bókar það. Bókin ber heitið Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi, en þar heldur Árni þvi meðal annars fram að Ingólfur hafi líklega ekki byggt sér bæ í Kvosinni í Reykjavík og að Ísland heiti í raun Jesúland, dregið af nafni Jesú á gelísku. Árni kíkti til okkar.

Já og Guðmundur Jóhannsson tækniséní var á sínum stað í lok þáttar, eins og annan hvern þriðjudag.

Var aðgengilegt til 20. desember 2023.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,