16:05
Síðdegisútvarpið
1.september
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Í dag klukkan fimm verður haldið útgáfuhóf í Sjóminjasafni Reykjavíkur þegar útgáfu bókarinnar Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961- 1971 eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing og forseta Íslands. Guðni hóf rannsóknir sínar á sögu landhelgismálsins og þorskastríðanna fyrir um aldarfjórðungi og hann ætlar að vera á línunni hjá okkur á eftir og segja okkur frá þessari merkilegu sögu í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Fyrstu réttir haustsins eru um helgina á hinum ýmsu stöðum á landinu. Við ætlum að hringja norður í Mývatnssveit og heyra í Sigurbirni Árna Arngrímssyni bónda en í Mývatnssveit verður líf og fjör á sunnudaginn bæði í Hlíðarétt og Baldursheimsrétt.

Og svo er það Meme vikunnar sem er nýr vikulegur dagskrárliður í Síðdegisútvarpinu í umsjón Atla Fannars Bjarkasonar samfélagsmiðlastjóra RÚV. En í Meme vikunnar segir hann okkur frá því helsta sem er að slá í gegn á internetinu hverju sinni.

Við ætlum líka að kynna okkur sveifludansa sem eru hvað ? Bragi í Sveiflustöðinni er sá sem allt veit um það og hann kemur til okkar í síðdegisútvarpið í dag.

Sjöunda árið í röð bjóða RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á tónlistarveislu í beinni útsendingu frá Hörpu þar sem landsmönnum hefur gefist kostur á að hafa áhrif á val verka á efnisskránni. Kynnar og umsjónarmenn eru Guðni Tómasson og Halla Oddný Magnúsdóttir og þau koma til okkar og segja okkur frá Klassíkinni okkar.

Um miðjan febrúar á þessu ári veitti Seðlabanki Íslands Indó leyfi til þess að starfa sem sparisjóður. En Indó tryggði sér tæplega 600 milljóna króna fjármögnun síðastliðið haust og var það hluti af lokaskrefunum til að tryggja samþykki á starfsleyfisumsókn Indó. Á heimasíðu Indó er að finna markmið sparisjóðsins en þar segir: "Indó er nýr staður fyrir peningana þína. Við erum ekki einn af gömlu bönkunum heldur sparisjóður og við ætlum að vera betri en bankarnir." En hver staðan á Indó nú, hvenar er stefnt á að opna eða er búið að opna og hvernig virkar þetta allt saman. Haukur Skúlason einn stofnandi Indó er mættur hingað til okkar.

Var aðgengilegt til 01. september 2023.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,