06:50
Morgunvaktin
Útlendingar, Heimsglugginn og Einvígi aldarinnar
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Í byrjun þáttar var rifjað upp að fimmtíu ár eru í dag síðan landhelgi Íslands var færð út í 50 mílur.

Umfjöllun Guðrúnar Hálfdánardóttur um málefni útlendinga hélt áfram. Rætt var um atvinnu- og dvalarmál við Guðmund Inga Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, og þingkonurnar Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, Helgu Völu Helgadóttur og Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.

Í Heimsglugga dagsinsins fjallaði Bogi Ágústsson m.a. um kosningabaráttu í Svíþjóð og Brasilíu og nýja vindmyllugarða í Norðursjó.

50 ár eru í dag síðan Bobby Fischer varð heimsmeistari í skák. Þá gaf Boris Spassky lokaskákina og þar með var ljóst að hann næði ekki Fischer að vinningum. Helgi Ólafsson stórmeistari rifjaði lokaskákina og aðrar upp og ræddi vítt og breitt um einvígið.

Tónlist:

Perhaps love - John Denver,

Í landhelginni - Haukur Morthens,

Autumn sun - Emilíana Torrini,

Landgrunnið allt - Ómar Ragnarsson.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,