23:05
Lestin
Hverjum er ekki sama um Húgó? + raunveruleikaþættirnir LXS
Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir horfði á nýja raunveruleikaþætti úr smiðju Ketchup Creative. Þætti sem stæra sig af því að vera ekki með neinu handriti og sýna frá raunveruleika vinkvennahóps sem var myndaður í kringum #samstarf á samfélagsmiðlum.

Lestin kynnir sér tónlistarmanninn Húgó, huldumann sem hefur gefið út 3 lög en virðist vera vel úthugsuð markaðsherferð dulbúin sem tónlistarmaður.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,