14:03
Á tónsviðinu
Feðginin Henryk Wieniawski og Régine Wieniawski
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Henryk Wieniawski, sem fæddist í Lublin í Póllandi 1835, var einn af snjöllustu fiðluleikurum 19. aldar og samdi mikið fyrir hljóðfærið. Dóttir hans, Régine Wieniawski, sem fæddist 1879, var einnig tónskáld og samdi einkum tónsmíðar undir tveimur listamannsnöfnum: Irène Wieniawska og Poldowski. Í þættinum "Á tónsviðinu" fim. 1. sept. verður flutt tónlist eftir feðginin. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 30. nóvember 2022.
Lengd: 50 mín.
,