06:50
Morgunútvarpið
4. sept. - Hlaup, njósnir, herferð, fréttaspjall og bolti
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Flestum hlaupum hefur verið frestað undanfarið en á morgun verður breyting á því þá mun hið árlega Vestmannaeyjahlaup fara fram í 10. sinn, í Eyjum að sjálfsögðu. Magnús Bragason er einn af þeim sem koma að hlaupinu. Magnús var á línunni hjá okkur.

Við hringdum í Smára McCarthy, alþingismann, en hann telur að njósnahneykslið sem nú skekur Danmörku, snerti íslendinga með beinum hætti. Leyniþjónusta danska hersins veitti bandaríksku þjóðaröryggisstofnunni, NSA, aðgang að ljósleiðurum en Smári segir að allir tölvupóstar okkar, skjöl, fjarfundir og öll fjarskipti fara um þessa þrjá sæstrengi.

Samgöngustofa er að hleypa af stokkunum herferðinni TÖKUM LYF OG VÍMUEFNI ÚR UMFERÐ(INNI). Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum þar sem fólk lýsti yfir ónægju með svokallaða kitlu herferðarinnar sem birtist á hinum ýmsu miðlum . Fannst fólki hún virka stuðandi í framsetningu og óttuðust jafnvel flogaveikir áhrif hennar. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu sagði okkur frá herferðinni.

Fréttir vikunnar voru á sínum stað á föstudegi. Valtýr Björn Valtýsson, fjölmiðlamaður, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir,alþingismaður, komu til okkar.

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla mætir Englendingum á Laugardalsvelli á morgun, laugardag, eins og þjóð veit. Óhætt er að segja að landsmenn séu spenntir fyrir leiknum en engir áhorfendur verða leyfðir á staðnum svo fólk verður að fylgjast með í gegnum sjónvarpsskjáinn. Einn helsti sparkspekingur þjóðarinnar, Tómas Þór Þórðarson ritstjóri enska boltans hjá Símanum, kíkti til okkar og spáði í spilin fyrir leikinn.

Tónlist:

Eyþór Ingi og Lay Low - Aftur heim til þín

Warmland - Family

Foreign Monkeys (með Gísla Helgasyni) - Vestmannayeyjar

Hjálmar - Taktu þessa trommu

Todmobile - Ég geri allt sem þú vilt

Bee Gees - Night fever

Bubbi Morthens og Katrín Halldóra - Án þín

Jón Jónsson - Dýrka mest

Mugison - Stingum af

Hjaltalín - Þú komst við hjartað í mér

Var aðgengilegt til 04. september 2021.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,