16:05
Síðdegisútvarpið
4.sept
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur gefið út auglýsingu um að rýmri samkomutakmarkanir taki gildi mánudaginn 7. september. Þá mega koma saman 200 í stað 100 og tveggja metra nálægðarreglu verður breytt í eins metra nálægðarreglu. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir leikhúslífið í landinu ? Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur lítur til okkar á eftir.

Það vakti undrun margra þegar Þjóðkirkjan uppfærði forsíðu mynd sína á facebook í dag. Það sem vakti mesta athygli var nýtt útlit frelsarans Jesús Krists, en þar sjáum við Jesú með brjóst og andlitsfarða. Myndin var gerð til að auglýsa sunnudagaskóla Kirkjunar. Pétur G. Markan samskiptastjóri hjá Þjóðkirkjunni segir okkur nánar frá þessu máli.

Við ætlum líka að heyra af tvöfaldri afmælisveislu sem verður í beinni útsendingu í sjónvarpi og á Rás 1 í kvöld kl. átta. Guðni Tómasson og Halla Magnúsdóttir koma og segja okkur frá dagskránni.

Grínistinn Björn Bragi er með nokkur járn í eldinum þessa dagana. Annað kvöld hefst nýr spuringaþáttur sem ber nafnið KVISS, þar verður Björn spyrill og spurningahöfundur. Spurningar virðast hafa átt hug hans allan undanfarið því nýverið gaf hann út spil sem heitir Pöbbkviss.

Tíðar fréttir hafa verið af uppsögnum að undanförnu og þungt hljóð í mörgum fyrir komandi vetur. Byggingaiðnaðurinn virðist þó enn vera í fullum gangi og minna atvinnuleysi þar en raunin er annars staðar. Finnbjörn Hermannsson er formaður Byggiðnar Félags byggingarmanna - hann kemur til okkar eftir smástund.

Var aðgengilegt til 04. september 2021.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,