12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 4. september 2020
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Áætlað er að Reykjavíkurborg verji einum milljarði meira í fjárhagsaðstoð í ár en gert var ráð fyrir. Sviðsstjóri hjá borginni býst við að þeim fjölgi sem þurfi aðstoð.

Um 50 sentimetra jafnfallinn snjór var á Biskupshálsi í morgun og krapi á fjallvegum. Búist er við vonskuveðri á Norður-, Austur- og Suðausturlandi fram á kvöld.

Slakað verður á samkomutakmörkunum á mánudag. Þá mega mest tvöhundruð koma saman, og eins metra regla tekur við af tveggja metra reglunni

Eldur logar í olíuskipi skammt frá Sri Lanka og er óttast er að alvarleg umhverfisspjöll verði berist eldurinn í geyma skipsins.

Frumvarp um hlutdeildarlán félagsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í gær. Hagfræðingur Landsbankans telur að þetta geti leitt til verðhækkana á fasteignamarkaði.

Sameinuðu þjóðirnar hvetja ríki heims til að styðja hjálparstarf í Jemen, en yfir tuttugu milljónir þurfi þar á aðstoð að halda eftir langvarandi stríðsástand, flóð og aðrar hörmungar. Þá geti kórónuveirufaraldurinn bitnað hart á nauðstöddum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,