06:50
Morgunvaktin
Kannanir lítið haggast í Bandaríkjunum
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Um 95 prósent Íslendinga segjast myndu kjósa Joe Biden frekar en Donald Trump. Þessu er talsvert öðruvísi farið í Bandaríkjunum, sem er jú það sem skiptir máli, fólkið sem kemur til með að kjósa um þá í nóvember. Hvað heillar kjósendur við Trump? Hver er staða mála nú þegar tveir mánuðir eru í kosningarnar í Bandaríkjunum og hvaða kjósendur eru þeir Biden og Trump helst að bítast um? Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands kom á Morgunvaktina.

Vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst með látum í kvöld; Sjónvarpstónleikum sveitarinnar og Ríkisútvarpsins.

“Klassíkin okkar“ er yfirskrift hljómleikaraðar sem hóf göngu sína fyrir fjórum árum og í kvöld verður litið yfir sögu Sinfó og Rásar 1 í tali og tónum. Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari hinnar sjötugu Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur það náðugt í kvöld, hún á frí, en hún kom í hljóðverið og spjallaði um veturinn fram undan, klassíska tónlist og lífið og tilveruna.

Verulega hefur dregið úr flugi til og frá landinu undanfarið, sérstaklega hjá Icelandair, sem þó ætlar að fljúga þrjár ferðir í dag samkvæmt áætlun. En hvernig ætli ferðalögum okkar verði háttað þegar hlutir komast í betra horf? Flestir sérfræðingar virðast allavega sammála um að frí og heimsóknir til vina og ættingja verði fyrst á dagskrá - og viðskiptaferðalög síðust að taka við sér - ef þau verða þá einhvern tímann eins og var áður. Og það gæti verið ljós í myrkrinu fyrir íslenska ferðaþjónustu, eins og Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sagði okkur frá því.

Nessun dorma - Elmar Gilbertsson, Fjörulag - Hörður Torfason, Meginstefið úr Schindler?s List - Sigrún Eðvaldsdóttir og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,