16:05
Glans
TÍMAFLAKK: skilnaður
Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til að mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.

Af handahófi gröfum við upp gömul hljóðbrot úr safni RÚV og hlustum á þau með eyrum ársins 2020. Rætt er við samtímafólk og þegar möguleiki gefst, einhvern sem tengist umræddri upptöku.

Uppeldisfræðingur, prestur, læknir og lögfræðingur voru spurð ,,hverjar teljið þér tíðastar orsakir hjónaskilnaðar?'' í samtalsþætti Sigurðar Magnússonar Spurt og spjallað árið 1958. Við hlustum á svör þátttakenda í þætti dagsins og veltum fyrir hvernig viðhorf til hjónabands og skilnaðar hefur breyst á síðustu sextíu árum. Eftirtektarvert er einnig að ýmislegt virðist ekki hafa breyst enda kannski eitthvað við eðli ástar, rómantískra samskipta og tilfinningalegra vandamála hjóna sem stenst tímans tönn.

Rætt er við Kristínu Tómasdóttur, hjónabandsráðgjafa.

Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Var aðgengilegt til 04. september 2021.
Lengd: 56 mín.
,