12:42
Þetta helst
Sérstæð sakamálarannsókn sem teygir sig til Rússlands

Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.

Rannsókn embættis héraðssaksóknara á tæknifyrirtækinu Vélfagi á Akureyri er án hliðstæðu hér á landi. Hingað til hefur ekki farið fram rannsókn hjá ákæruvaldi á neinu fyrirtæki sem grunað er um að brjóta gegn lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og tengdum reglugerðum sem fjalla sérstaklega um Rússland.

Húsleit var gerð hjá Vélfagi í vikunni og var stjórnarformaður Vélfags, Alfreið Túliníus, handtekinn ásamt fjórum öðrum starfsmönnum félagsins. Samkvæmt heimildum Þetta helst hefur rannsókn héraðssaksóknara á Vélfagi staðið yfir í marga mánuði.

En um hvaða snýst þetta mál eiginlega og hvað er verið að rannsaka?

Málið snýst um meint brot á lögum og reglugerðum sem snúast um þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Samkvæmt heimildum er meðal annars til rannsóknar hvort Vélfag hafi flutt út vörur og tækni til Rússlands sem fyrirtækið hefði þurft að fá sérstakt leyfi frá utanríkisráðuneytinu vegna þeirra laga og reglugerða sem eru í gildi til að takmarka aðgang yfirvalda í Rússlandi að tækni og búnaði frá Vesturlöndum.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,