Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þórunn Sigurðardóttir leikkona, leikstjóri. Hún var lengi stjórnandi Listahátíðar og hefur stjórnað stórum menningarverkefnum eins og þegar Reykjavík var valin ein af menningarborgum í Evrópu og nú síðast var hún formaður undirbúningsstjórnar þjóðaróperu. Við fórum með henni aftur í tímann skoðum hvar hennar rætur liggja og svo sagði hún okkur frá ferlinum, hvernig það æxlaðist að hún fór að leikstýra og svo stjórna þessum stóru menningarverkefnum.
Matarspjallið með Sigurlaugu Margréti var auðvitað á sínum stað í dag. Það er bóndadagur sem markar upphaf þorrans, því komumst við ekki hjá því að ræða um þorramatinn, súrmetið, pungana, sviðakjammana, rófustöppuna og allt það.
Tónlist í þættinum í dag:
Það er svo ótalmargt / Ellý Vilhjálms (Smith & Lindsay, texti Jóhanna G. Erlingsson)
Miriam Makeba / Pata Pata (J. Rogovoy, Jerry Ragovoy & Miriam Makeba)
Unu Torfadóttir / Fyrrverandi (Una Torfadóttir)
MANNLEGI ÞÁTTURINN FÖSTUDAGUR 23.JANÚAR 2026
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
