12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 23. janúar 2026

Útvarpsfréttir.

Sendinefndir Bandaríkjanna, Rússlands og Úkraínu eru á leið til fundar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forseti Úkraínu vonar að viðræðurnar verði skref í átt að friði.

Hátt í tvö þúsund nýir félagar hafa skráð sig í Samfylkinguna í Reykjavík síðustu vikur - tölvukerfi flokksins annaði ekki að taka á móti miklum fjölda skráninga í gær. Prófkjör verður á morgun. Fyrrverandi borgarstjóri vonast til að prófkjörið verði til að styrkja stöðu flokksins.

Lögreglan á Suðurlandi tók á dögunum skýrslu af lykilvitni í hvarfi fiðluleikarans Sean Bradley, sem hvarf sporlaust frá landinu árið 2018.

Lilja Alfreðsdóttir sækist eftir að verða formaður Framsóknarflokksins. Hún fer gegn Ingibjörgu Isaksen en kosið er á flokksþingi eftir rúmar þrjár vikur.

Starfslokasamningar hafa kostað dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess nærri fjögurhundruð milljónir á síðustu átta árum.

Í dag er bóndadagur, fyrsti dagur þorra, og honum fylgja ýmsar hefðir. Þorramatur er vafalaust víða á borðum og kapp lagt á að gleðja húsbændur í tilefni dagsins.

Það eru rétt rúmir tveir tímar í fyrsta leik Íslands í milliriðli Evrópumóts karla í handbolta. Leikmenn Íslands búast við erfiðum leik gegn Króötum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,