19:50
Sagnaskemmtan
Sagnaskemmtan

Þættir Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur frá árinu 1995.

Fjallað er um sagnamennsku, þjóðsögur og sannar sögur.

Í þættinum eru fluttar tvær frásagnir úr bandasafni Stofnunar Árna Magnússonar, Kristján Jónsson segir frá Skriðu-Fúsa og dómi sem hann fékk en hann var dæmdur til þess að skríða á mannamótum og Sigríður Einars frá Munaðarnesi segir frá dómum sem féllu í hennar sveit snemma á öldinni. Sagt er frá útgáfu Grágásar sem þeir Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason sáu um og rætt við Mörð Árnason um Grágás

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 29 mín.
e
Endurflutt.
,