Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Það líður að stórafmæli Alþingis Íslendinga. Árið 2030 verða liðin ellefu hundruð ár frá stofnun þess. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, segir máltækið ... og forystufólk þingsins segir það líka - nú er leitað eftir hugmyndum frá almenningi um hvernig fagna beri tímamótunum eftir rúm fjögur ár. Stórhátíð var á Þingvöllum þegar þúsund ára afmælinu var fagnað 1930. Hátíðin sú var rifjuð upp og ýmislegt henni tengt. Torfi Stefán Jónsson, sagnfræðingur og fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, var gestur.
Samgönguáætlun - og þá einkum forgangsröðun jarðganga - er stóra málið þessa vikuna. Sitt sýnist hverjum, eins og sagt er. Í rökstuðningi fyrir að ráðast í Fjarðagöng en ekki Fjarðarheiðargöng vísaði ráðherra í nýja greiningu; - síðan hefur komið í ljós að hann fór ekki rétt með - en við forvitnuðumst um þá mælikvarða sem notaðir eru til að bera saman samgöngukosti. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri, var með okkur.
Umfjöllun um sígilda tónlist var á sínum stað. Á dagskrá í dag var ítalski píanóleikarinn Aldo Ciccolini, Magnús Lyngdal sagði okkur sögu hans og frá áherslum og stíl í píanóleik.


Útvarpsfréttir.

Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um eitt mannskæðasta sjóslys Bandaríkjanna á síðari árum. Í október 2015 hvarf bandarískt flutningaskip við Bahama-eyjar í miðjum fellibyl.

Veðurstofa Íslands.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgesturinn í þetta sinn var Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, skáld og myndlistarmaður. Við rifjuðum upp með honum ferilinn, lögin hans sem allir þekkja, textana og lögin sem hann samdi fyrir aðra. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.
Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Við fórum yfir tölvupóst sem okkur barst frá hlustanda og ræddum í framhaldi um fiskrétti og smákökur.
Tónlist í þættinum í dag:
Týnda kynslóðin / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson)
Negril / Bjartmar Guðlaugsson og Bergrisarnir (Bjartmar Guðlaugsson)
Þannig týnist tíminn / Ragnar Bjarnason og Lay Low (Bjartmar Guðlaugsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Umræðuefnið er EFNI-Guðjón Helgi Ólafsson skúffuskáld

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Mennta-og barnamálaráðuneytið ver gagnrýni sem það setti fram á vinnubrögð Morgunblaðsins í tveimur fréttum í lok nóvember. Ráðuneytið bendir á fordæmi um sambærilegar fréttir þar sem einstaka fjölmiðlar hafa verið gagnrýndir af tilteknum ráðuneytum.
Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigurður Dögg Auðunsdóttir, gagnrýnir ráðuneytið harðlega fyrir fréttirnar um Morgunblaðið sem það birti á heimasíðu Stjórnarráðsins. Hún segir að fordæmin sem ráðuneytið bendir á í svari sínu séu annars eðlis en gagnrýnin á Morgunblaðið nú.
Sigríður Dögg telur alvarlegt að ráðuneyti ráðist að nafngreindum fjölmiðli með þessum hætti.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Þetta er Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður blaðamannafélags Íslands, sem þú heyrir í þarna. Hún tjáir sig um birtingar mennta- og barnamálaráðuneytisins á tveimur fréttum í lok nóvember þar sem fréttaflutningur Morgunblaðsins var gagnrýndur. Fréttirnar voru birtar á heimasíðu Stjórnarráðsins sem er opinber heimasíða allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er mennta- og banamálaráðherra.
Ráðuneytið birti tvær fréttir um fréttaflutning Morgunblaðsins 21. og 23. Nóvember. Fyrirsagnir ráðueneytisins voru ,,Rangfærslur um vímuefnaneyslu ungmenna” og ,,Um vinnubrögð Morgunblaðsins.”
Sigríður Dögg telur að þessar birtingar ráðuneytisins eigi að leiða til umræðu um það hvernig staðið skuli að birtingum á heimasíðu stjórnarráðsins.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]

Útvarpsfréttir.

Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.

Útvarpsfréttir.

Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 16. október 2016: Í þessum þætti ætlum við að velta fyrir okkur samgöngum í þessu landi. Við spáum í flugsamgöngur, opinbera samgönguáætlun og rafmagnsreiðhjól. Innslög í þáttinn unnu fréttamenn Ríkisútvarpsins á Vestfjörðum og Norðurlandi.
Dagskrárgerð: Dagur Gunnarsson, Halla Ólafsdóttir, Ágúst Ólafsson og Þórgunnur Oddsdóttir.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.

Útvarpsfréttir.

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Brot úr Morgunvaktinni.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Sólskinspoppið rataði til Íslands án þess að hugtakið sjálft fengi einhverja athygli. Meðal þeirra sem hljóðrituðu erlend sólskinspopplög með íslenskum textum voru Björgvin Halldórsson, Hljómar, Elly og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn, Hljómsveit Ingimars Eydal og Þuríður Sigurðardóttir. Þannig læddi þessi tónlist sér inn á íslenskan plötumarkað án þess að sérstaklega væri tekið eftir því. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Þættir Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur frá árinu 1995.
Fjallað er um sagnamennsku, þjóðsögur og sannar sögur.
Í þættinum eru fluttar tvær frásagnir úr bandasafni Stofnunar Árna Magnússonar, Kristján Jónsson segir frá Skriðu-Fúsa og dómi sem hann fékk en hann var dæmdur til þess að skríða á mannamótum og Sigríður Einars frá Munaðarnesi segir frá dómum sem féllu í hennar sveit snemma á öldinni. Sagt er frá útgáfu Grágásar sem þeir Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason sáu um og rætt við Mörð Árnason um Grágás

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]

Þessi saga forsetaembættisins hefst 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Konungur Danmerkur var áfram þjóðhöfðingi Íslendinga.
Snemma í seinni heimsstyrjöld tóku Íslendingar konungsvaldið í eigin hendur og stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944.
Guðni Th. Jóhannesson rekur sögu fyrstu fjögurra forseta lýðveldisins. Þeir voru Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgesturinn í þetta sinn var Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, skáld og myndlistarmaður. Við rifjuðum upp með honum ferilinn, lögin hans sem allir þekkja, textana og lögin sem hann samdi fyrir aðra. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.
Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Við fórum yfir tölvupóst sem okkur barst frá hlustanda og ræddum í framhaldi um fiskrétti og smákökur.
Tónlist í þættinum í dag:
Týnda kynslóðin / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson)
Negril / Bjartmar Guðlaugsson og Bergrisarnir (Bjartmar Guðlaugsson)
Þannig týnist tíminn / Ragnar Bjarnason og Lay Low (Bjartmar Guðlaugsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.

Útvarpsfréttir.


Útvarpsfréttir.


Rás 2 blæs til árlegrar aðventugleði í Efstaleitinu þar sem góðir gestir líta við og dagskrárgerðarfólk Rásarinnar gírar sig upp fyrir jólin.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Rás 2 blæs til árlegrar aðventugleði í Efstaleitinu þar sem góðir gestir líta við og dagskrárgerðarfólk Rásarinnar gírar sig upp fyrir jólin.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


Blönduð tónlist frá því í kringum aldamótin.