12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 20. desember 2025

Útvarpsfréttir.

Myndir af Bill Clinton, Mick Jagger og Michael Jackson eru á meðal þess sem má finna í skjölum bandaríska dómsmálaráðuneytisins um barnaníðinginn Jeffrey Epstein sem birt voru í gær. Skjölin telja mörg þúsund blaðsíður.

Formaður Félags Íslenskra bifreiðaeigenda segir að olíufélögunum verði veitt aðhalda þegar olíugjald fellur niður um áramótin. Bensínsverð ætti að lækka rúmar 90 krónur.

Formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa fagnar tillögum stjórnvalda um aðgerðir á fjölmiðlamarkaði. Hún telur líklegt að auglýsingar færist í meira mæli til innlendra miðla, gangi tillögurnar eftir.

Mikill sparnaður getur falist í því að skipuleggja jólainnkaupin vel og áætla rétt magn á hvern gest. Gagnlegt er að kíkja í skúffur og skápa áður en haldið er í matvöruverslun.

Útlit er fyrir að jólin verði rauð í ár. Veðurstofa Íslands spáir stífri sunnanátt með rigningu á aðfangadag.

FH, ÍR, Haukar og KA komust í undanúrslit bikarkeppni karla í handbolta í gærkvöld þegar 8-liða úrslitin voru spiluð.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,