Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínilplata vikunnar er hin klassíska jólaplata stórsöngvaranna Guðrúnar Á. Símonar og Guðmundar Jónssonar. Platan kom út hjá SG hljómplötum rétt fyrir jólin 1975 og sló þegar í gegn.
Á plötunni eru tólf jólalög. Ólafur Gaukur sá um útsetningar og hljómsveitarstjórn en platan var hljóðrituð í Tóntækni þar sem Sigurður Árnason réð ríkjum.
Hlið A
1. Loksins komin jól (H. Simeone - Jóhanna G. Erlingsson)
2. Meiri snjó (Styne/Cahn - Ólafur Gaukur)
3. Jólainnkaupin (C. Anderson/B. Owens - Ólafur Gaukur)
4. Hvít jól (I. Berlin - Stefán Jónsson)
5. Hátíð í bæ (Bernhard - Ólafur Gaukur)
6. Stjarna stjörnum fegri (Sigurður Þórðarson - Magnús Gíslason)
Hlið B
1. Andi Guðs er yfir (H. Simeone - Jóhanna G. Erlingsson)
2. Snæfinnur snjókarl (Nelson/Rollins - Hinrik Bjarnason)
3. Klukkur jólasveinsins (Cole/Navarre - Ólafur Gaukur)
4. Heilaga nótt (Adams - Þorsteinn Valdimarsson)
5. Jólaklukkur (Amerískt þjóðlag - Loftur Guðmundsson)
6. Ljósanna hátið (Þjóðlag - Jens Hermannsson)
Umsjón: Stefán Eiríksson

Veðurstofa Íslands.
Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir kynntust árið 1994 þegar þær byrjuðu í Austurbæjarskóla og hafa verið vinkonur síðan þá.
Í þáttaröðinni velta þær fyrir sér hvað „vinkonur“ eiginlega eru – og skoða sérstaklega hvernig vináttan fullorðnast.
Þær grafa upp gömul samskipti sín á milli og afhjúpa ýmislegt sem þær ætluðu aldrei að segja nokkrum lifandi manni.
Fleiri vinkonur koma líka við sögu.
Halla minnist orða móður sinnar, að vinátta kvenna breytist þegar þær hafa stofnað fjölskyldu. Þær leiki annað hlutverk. Nú leikur þeim forvitni á að vita hvort þetta sé satt.
Lesarar:
Anna Bíbí Wium Axelsdóttir
Ísafold Kristín Halldórsdóttir
Einnig heyrist í Sr. Jóni Dalbú Hrjóbjartssyni í upptöku frá Hallgrímskirkju frá árinu 2003.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Þingmennirnir Bergþór Ólason, Hildur Sverrisdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fara yfir þingstörfin á haustþinginu sem var að ljúka og ræða tillögur menningarráðherra um aðgerðir til að styrkja einkarekna fjölmiðla.
Umsjón: Magnús Geir Eyjólfsson
Útsending: Jón Þór Helgason
Útvarpsfréttir.
Myndir af Bill Clinton, Mick Jagger og Michael Jackson eru á meðal þess sem má finna í skjölum bandaríska dómsmálaráðuneytisins um barnaníðinginn Jeffrey Epstein sem birt voru í gær. Skjölin telja mörg þúsund blaðsíður.
Formaður Félags Íslenskra bifreiðaeigenda segir að olíufélögunum verði veitt aðhalda þegar olíugjald fellur niður um áramótin. Bensínsverð ætti að lækka rúmar 90 krónur.
Formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa fagnar tillögum stjórnvalda um aðgerðir á fjölmiðlamarkaði. Hún telur líklegt að auglýsingar færist í meira mæli til innlendra miðla, gangi tillögurnar eftir.
Mikill sparnaður getur falist í því að skipuleggja jólainnkaupin vel og áætla rétt magn á hvern gest. Gagnlegt er að kíkja í skúffur og skápa áður en haldið er í matvöruverslun.
Útlit er fyrir að jólin verði rauð í ár. Veðurstofa Íslands spáir stífri sunnanátt með rigningu á aðfangadag.
FH, ÍR, Haukar og KA komust í undanúrslit bikarkeppni karla í handbolta í gærkvöld þegar 8-liða úrslitin voru spiluð.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Við veljum saman brot af því besta í síðasta þættinum fyrir jól. Við fjölluðum um Sharenting í nóvember og áform yfirvalda á Spáni að setja skorður á það hverju foreldrar megi deila af börnum sínum á netinu og hverju ekki. Og svo reyndum við að svara stærri spurningum, hversu miklu af lífi barna er í lagi að deila á samfélagsmiðlum? Hvað þurfum við að hafa í huga og hverjar geta hætturnar verið? Svo fjöllum við um fréttaljósmyndun. Það er umfjöllun frá því í september, en við tókum viðtal við framkvæmdastjóra World Press Photo í tilefni af 70 ára afmæli samtakanna og fórum yfir nokkrar af eftirminnilegustu fréttaljósmyndum sögunnar.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarmaðurinn Hallvarður Ásgeirsson er sprottinn úr rokki, en hefur fengist við flestar tegundir tónlistar, ýmist sem gítarleikari eða með atbeina rafrása og tölvutóla. Á undanförnum árum hefur hann samið klassísk verk og tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp og dans og segir að mesta frelsið sé í dansinum.
Lagalisti:
Blýkufl - Drone
The Coma Cluster - Flow
LP1 - Fall Dudes
Scape of Grace - Kynning
The Disadvantages of Time Travel - Time Travel (theme 1)
Óútgefið - Escaper
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Kraftur hugans skoðaður til að ná aftur bata eftir veikindi og til að líða almennt betur í lífinu. Kenning þáttarins er sú að ef við notum hugann meðvitað á jákvæðan hátt þá aukast líkurnar á því að við getum læknast af hvers kyns veikindum og eignast þannig nýtt og betra líf.
Umsjón: Hrefna Guðmundsdóttir
Veturinn 2009-2010 fékk Ævar Kjartansson Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, til liðs við sig til þess að fjalla um grunnhugmyndir í okkar samtíma. Í fyrsta þættinum spjölluðu þeir um eðli hugmynda almennt en fengu síðan til sín fræðimenn á ýmsum sviðum til þess að ræða hugmyndina um þjóðina, ríkið, samfélagið, hamingjuna, frelsið svo eitthvað sé nefnt.
Umræðuefni:Hugmyndin um lífið Gestur: Guðmundur Eggertsson, erfðafræðingur. Umsjónarmenn: Ævar Kjartansson og Páll Skúlason.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Fjallað um barnabækurnar Galapagoseyjar eftir Felix Bergsson og Rækjuvík eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur.
Einnig er rætt við Kristínu Ómarsdóttur um þriðju bókina um uppvöxt langömmu hennar í Biskupstungunum, Móðurást: Sólmánuður. Fyrir fyrstu bókina Móðurást: Oddný hlaut Kristín Fjöruverðlaunin og önnur bókin, Móðurást: Draumþing fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin.
Viðmælendur: Kristín Ómarsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Felix Bergsson.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Birgir Steinn Theódórsson, Tómas Jónsson Tónlistarmaður, Magnús Trygvason Eliassen - Pæklað inní teyg.
Björg Blöndal's C4THERINE - Pink is the color of my alter's ego soul.
Salvant, Cécile McLorin - What does blue mean to you?.
Fortner, Sullivan, Gilmore, Marcus, Washington, Peter - Tres palabras.
Hilmar Jensson, Ingi Bjarni Skúlason, Jormin, Anders, Magnús Trygvason Eliassen - Desember.
Silva and Steini - Keep it in your dreams.
Sigurður Flosason, Anna Gréta Sigurðardóttir - Come rain or come shine (with Sigurður Flosason).
Sanchez, Antonio, Fleck, Bela, Castaneda, Edmar - Kaleidoscopes.
NdegéOcello, Meshell, Glasper, Robert - Love You Down (feat. Meshell Ndegeocello).
Anfinsen, Björn Atle, Djäss - Ástarsæla.
Stórsveit Reykjavíkur, Gradualekór Langholtskirkju, Salka Sól Eyfeld - Bráðum koma blessuð jólin.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um hinstu ferð norska heimskautakönnuðarins Roalds Amundsens, þegar hann freistaði þess að bjarga ítölskum óvini sínum sem brotlent hafði loftskipi sínu á hafís við Svalbarða.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Karl Olgeirsson og félagar hans flytja lög eftir hann sem heita: Augun blá, Vefðu mig örmum húmið blítt, Hvað get ég gert?, Rósalín og Haukur Morthens, Þegar morgna fer, Hann gat ekki setið kyrr og Skýjaglópar. Kvartett Gerry Mulligan flytur lögin Stardust, I Got Rhythm, The Surrey With A Fringe On The Top, My Heart Belongs To Daddy, When Your Lover Has Gone og Jersey Bounce. Tríó Keith Jarrett flytur lögin The Masquerade Is Over, It Never Entered My Mind, All The Things You Are, Meaning Of The Blues og God Bless The Child.
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Orð af orði bakar til jólanna og er að leggja lokahönd á sörurnar. Sörur heita reyndar Sarah Bernhardt eftir frægri franskri leikkonu sem fæddist 1844 og var gefið nafnið Henriette-Rosine Bernard.
Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Þættir frá vetrinum 2008-2009
Í þættinum er síðari hluti erindis Einars H. Kvaran þar sem hann segir af þremur skapstórum fornkonum.
Tónlist: Í dag skein sól/Páll Ísólfsson/Davíð Stefánsson
Stefán Islandi
Minning/Markús Kristjánsson/Davíð Stefánsson
Gunnar Guðbjörnsson
Lesari með umsjónarmanni: Sigríður Kristín Jonsdóttir
Umsjón Jón Ormar Ormsson


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan tekur jólaflugið og dregur fram allskonar jólasöngva.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Þingmennirnir Bergþór Ólason, Hildur Sverrisdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson fara yfir þingstörfin á haustþinginu sem var að ljúka og ræða tillögur menningarráðherra um aðgerðir til að styrkja einkarekna fjölmiðla.
Umsjón: Magnús Geir Eyjólfsson
Útsending: Jón Þór Helgason

Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Það má segja að Gísli Matthías Auðunsson sé súperstjarna í kokkabransanum á Íslandi og hann var tilvalinn gestur í síðasta þætti fyrir jól! Gísli Matthías kom með fimmu sem tengdist fimm uppáhalds matarborgunum hans. Spjallið fer víða og berst frá Vestmannaeyjum til Hong Kong.
Svo kíktum við á það sem gerðist á deginum og spiluðum jólalög!
Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Gísli Marteinn og Sandra Barilli taka á móti Hallgrími Helgasyni rithöfundi og Hrönn Sveinsdóttur framkvæmdastýru Bíó Paradísar.
Lög í þættinum:
Kristín Lilliendahl - Pabbi, Komdu Heim Um Jólin
Elvis Presley - Blue Christmas
Salka Sól - Æskujól
Rakel Sigurðardóttir og Lón - Jólin eru að koma
Ragnhildur Gísladóttir og Brunaliðið - Þorláksmessukvöld
Stevie Wonder - Someday At Christmas
Boney M - Mary's Boy Child / Oh My Lord
Árni Blandon og Gísli Rúnar Jónsson - Jólagæsin
Valdimar Guðmundsson, Emmsjé Gauti, Snorri Helgason - Bara ef ég væri hann
Laufey - Santa Claus Is Comin' To Town
Magni Ásgeirsson - Lýstu upp desember
Mariah Carey - All I Want For Christmas Is You
Útvarpsfréttir.
Myndir af Bill Clinton, Mick Jagger og Michael Jackson eru á meðal þess sem má finna í skjölum bandaríska dómsmálaráðuneytisins um barnaníðinginn Jeffrey Epstein sem birt voru í gær. Skjölin telja mörg þúsund blaðsíður.
Formaður Félags Íslenskra bifreiðaeigenda segir að olíufélögunum verði veitt aðhalda þegar olíugjald fellur niður um áramótin. Bensínsverð ætti að lækka rúmar 90 krónur.
Formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa fagnar tillögum stjórnvalda um aðgerðir á fjölmiðlamarkaði. Hún telur líklegt að auglýsingar færist í meira mæli til innlendra miðla, gangi tillögurnar eftir.
Mikill sparnaður getur falist í því að skipuleggja jólainnkaupin vel og áætla rétt magn á hvern gest. Gagnlegt er að kíkja í skúffur og skápa áður en haldið er í matvöruverslun.
Útlit er fyrir að jólin verði rauð í ár. Veðurstofa Íslands spáir stífri sunnanátt með rigningu á aðfangadag.
FH, ÍR, Haukar og KA komust í undanúrslit bikarkeppni karla í handbolta í gærkvöld þegar 8-liða úrslitin voru spiluð.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.
Góðir gestir þáttarins mættu þessa stundina klyfjuð hvers konar meðmælum, það var hið listræna sómapar Edda Björg Eyjólfsdóttir, sem ein af okkar frábæru og reynslumiklu leikkonum og hins vegar svo Stefán Már Magnússon tónlistarmaður, einn af færustu gítarleikurum landsins. Þau hjónin gáfu heldur betur af sér í góðu spjalli rétt fyrir jólin.
Í seinni hluta þáttar var opnað fyrir símalínur - sem svo rauðglóuðu en hlustendur tóku virkan þátt í að velja Manneskju ársins á Rás 2. Manneskja ársins er venju samkvæmt valin í lok árs. Fyrr í desember gafst fólki færi á að senda inn tillögur og tilkynnt verður um hver hlýtur titilinn manneskja ársins 2025 í þættinum Á síðustu stundu 31. desember.
Svo var það tónlistin sem klikkaði ekki þennan daginn:
Frá kl. 12:45:
BAGGALÚTUR - Kósíheit Par Exelans
GEIRFUGLARNIR - Oftast nær
OLIVIA DEAN - So Easy (To Fall In Love)
SVALA - Ég hlakka svo til
PRETENDERS - 2000 Miles
CURTIS MAYFIELD - Move on Up
Frá kl. 14:00:
HJÁLMAR - Borð fyrir tvo
JONI MITCHELL - River
LED ZEPPELIN - Misty Mountain Hop
LIFUN - Ein stök ást
ÞÚ OG ÉG - Aðfangadagskvöld
JÚNÍUS MEYVANT - Ástarsæla
BRUNALIÐIÐ - Lítið jólalag
STEFÁN HILMARSSON - Nú má snjóa
R.E.M. - Shiny Happy People
ELVAR - Miklu betri einn
Frá kl. 15:00:
LÓN OG RAKEL - Jólin eru að koma
FINE YOUNG CANNIBALS - Blue
ROYEL OTIS - Moody
GEIR ÓLAFSSON - Jólamavurinn
SIA - Santa's Coming For Us
VILBERG PÁLSSON, VIGDÍS HAFLIÐADÓTTIR - Þegar snjórinn fellur
STEFÁN HILMARSSON & JÓN JÓNSSON - Jólin (þau eru á hverju ári)
ESTHER TALIA, ÓLAFUR EGILL - Jóladans

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!
Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon.
Laufey er í jólaskapi og kemur sér á toppinn með Santa Claus is comin' to town.
Lagalisti:
Portugal the man - Tanana.
Ívar Ben - Stríð.
Jazzkonur - Ef ég nenni.
Valdimar - Karlsvagninn.
Birnir og Tatjana - Efsta hæð.
Lily Allen - Pussy Palace.
Geese - Cobra.
Helgar - Absurd.
Bríet - Sweet Escape.
Jordana og Almost Monday - Jupiter.
Páll Óskar og Benni Hemm Hemm - Undir álögum.
Olivia Dean - So Easy (To Fall In Love).
Laufey - Santa Claus Is Comin' To Town.

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Sigurður Starr einnig þekkt sem Gógó Starr kemur í lagalistann með persónulegar sögur og fullan poka af lögum. Það er meira að segja bónuslag í lok þáttar sem fylgir svona í tilefni desember mánaðar!

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
