16:05
Bara bækur
Ráðgátur fyrir börn og sólmánuður 1878

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Fjallað um barnabækurnar Galapagoseyjar eftir Felix Bergsson og Rækjuvík eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur.

Einnig er rætt við Kristínu Ómarsdóttur um þriðju bókina um uppvöxt langömmu hennar í Biskupstungunum, Móðurást: Sólmánuður. Fyrir fyrstu bókina Móðurást: Oddný hlaut Kristín Fjöruverðlaunin og önnur bókin, Móðurást: Draumþing fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Viðmælendur: Kristín Ómarsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Felix Bergsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,