
Útvarpsfréttir.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Það má segja að Gísli Matthías Auðunsson sé súperstjarna í kokkabransanum á Íslandi og hann var tilvalinn gestur í síðasta þætti fyrir jól! Gísli Matthías kom með fimmu sem tengdist fimm uppáhalds matarborgunum hans. Spjallið fer víða og berst frá Vestmannaeyjum til Hong Kong.
Svo kíktum við á það sem gerðist á deginum og spiluðum jólalög!
Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Gísli Marteinn og Sandra Barilli taka á móti Hallgrími Helgasyni rithöfundi og Hrönn Sveinsdóttur framkvæmdastýru Bíó Paradísar.
Lög í þættinum:
Kristín Lilliendahl - Pabbi, Komdu Heim Um Jólin
Elvis Presley - Blue Christmas
Salka Sól - Æskujól
Rakel Sigurðardóttir og Lón - Jólin eru að koma
Ragnhildur Gísladóttir og Brunaliðið - Þorláksmessukvöld
Stevie Wonder - Someday At Christmas
Boney M - Mary's Boy Child / Oh My Lord
Árni Blandon og Gísli Rúnar Jónsson - Jólagæsin
Valdimar Guðmundsson, Emmsjé Gauti, Snorri Helgason - Bara ef ég væri hann
Laufey - Santa Claus Is Comin' To Town
Magni Ásgeirsson - Lýstu upp desember
Mariah Carey - All I Want For Christmas Is You
Útvarpsfréttir.
Myndir af Bill Clinton, Mick Jagger og Michael Jackson eru á meðal þess sem má finna í skjölum bandaríska dómsmálaráðuneytisins um barnaníðinginn Jeffrey Epstein sem birt voru í gær. Skjölin telja mörg þúsund blaðsíður.
Formaður Félags Íslenskra bifreiðaeigenda segir að olíufélögunum verði veitt aðhalda þegar olíugjald fellur niður um áramótin. Bensínsverð ætti að lækka rúmar 90 krónur.
Formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa fagnar tillögum stjórnvalda um aðgerðir á fjölmiðlamarkaði. Hún telur líklegt að auglýsingar færist í meira mæli til innlendra miðla, gangi tillögurnar eftir.
Mikill sparnaður getur falist í því að skipuleggja jólainnkaupin vel og áætla rétt magn á hvern gest. Gagnlegt er að kíkja í skúffur og skápa áður en haldið er í matvöruverslun.
Útlit er fyrir að jólin verði rauð í ár. Veðurstofa Íslands spáir stífri sunnanátt með rigningu á aðfangadag.
FH, ÍR, Haukar og KA komust í undanúrslit bikarkeppni karla í handbolta í gærkvöld þegar 8-liða úrslitin voru spiluð.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.
Góðir gestir þáttarins mættu þessa stundina klyfjuð hvers konar meðmælum, það var hið listræna sómapar Edda Björg Eyjólfsdóttir, sem ein af okkar frábæru og reynslumiklu leikkonum og hins vegar svo Stefán Már Magnússon tónlistarmaður, einn af færustu gítarleikurum landsins. Þau hjónin gáfu heldur betur af sér í góðu spjalli rétt fyrir jólin.
Í seinni hluta þáttar var opnað fyrir símalínur - sem svo rauðglóuðu en hlustendur tóku virkan þátt í að velja Manneskju ársins á Rás 2. Manneskja ársins er venju samkvæmt valin í lok árs. Fyrr í desember gafst fólki færi á að senda inn tillögur og tilkynnt verður um hver hlýtur titilinn manneskja ársins 2025 í þættinum Á síðustu stundu 31. desember.
Svo var það tónlistin sem klikkaði ekki þennan daginn:
Frá kl. 12:45:
BAGGALÚTUR - Kósíheit Par Exelans
GEIRFUGLARNIR - Oftast nær
OLIVIA DEAN - So Easy (To Fall In Love)
SVALA - Ég hlakka svo til
PRETENDERS - 2000 Miles
CURTIS MAYFIELD - Move on Up
Frá kl. 14:00:
HJÁLMAR - Borð fyrir tvo
JONI MITCHELL - River
LED ZEPPELIN - Misty Mountain Hop
LIFUN - Ein stök ást
ÞÚ OG ÉG - Aðfangadagskvöld
JÚNÍUS MEYVANT - Ástarsæla
BRUNALIÐIÐ - Lítið jólalag
STEFÁN HILMARSSON - Nú má snjóa
R.E.M. - Shiny Happy People
ELVAR - Miklu betri einn
Frá kl. 15:00:
LÓN OG RAKEL - Jólin eru að koma
FINE YOUNG CANNIBALS - Blue
ROYEL OTIS - Moody
GEIR ÓLAFSSON - Jólamavurinn
SIA - Santa's Coming For Us
VILBERG PÁLSSON, VIGDÍS HAFLIÐADÓTTIR - Þegar snjórinn fellur
STEFÁN HILMARSSON & JÓN JÓNSSON - Jólin (þau eru á hverju ári)
ESTHER TALIA, ÓLAFUR EGILL - Jóladans

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!
Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon.
Laufey er í jólaskapi og kemur sér á toppinn með Santa Claus is comin' to town.
Lagalisti:
Portugal the man - Tanana.
Ívar Ben - Stríð.
Jazzkonur - Ef ég nenni.
Valdimar - Karlsvagninn.
Birnir og Tatjana - Efsta hæð.
Lily Allen - Pussy Palace.
Geese - Cobra.
Helgar - Absurd.
Bríet - Sweet Escape.
Jordana og Almost Monday - Jupiter.
Páll Óskar og Benni Hemm Hemm - Undir álögum.
Olivia Dean - So Easy (To Fall In Love).
Laufey - Santa Claus Is Comin' To Town.

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Sigurður Starr einnig þekkt sem Gógó Starr kemur í lagalistann með persónulegar sögur og fullan poka af lögum. Það er meira að segja bónuslag í lok þáttar sem fylgir svona í tilefni desember mánaðar!

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.