07:03
Morgunvaktin
Alþingishátíð, samgöngur og Ciccolini
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Það líður að stórafmæli Alþingis Íslendinga. Árið 2030 verða liðin ellefu hundruð ár frá stofnun þess. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, segir máltækið ... og forystufólk þingsins segir það líka - nú er leitað eftir hugmyndum frá almenningi um hvernig fagna beri tímamótunum eftir rúm fjögur ár. Stórhátíð var á Þingvöllum þegar þúsund ára afmælinu var fagnað 1930. Hátíðin sú var rifjuð upp og ýmislegt henni tengt. Torfi Stefán Jónsson, sagnfræðingur og fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, var gestur.

Samgönguáætlun - og þá einkum forgangsröðun jarðganga - er stóra málið þessa vikuna. Sitt sýnist hverjum, eins og sagt er. Í rökstuðningi fyrir að ráðast í Fjarðagöng en ekki Fjarðarheiðargöng vísaði ráðherra í nýja greiningu; - síðan hefur komið í ljós að hann fór ekki rétt með - en við forvitnuðumst um þá mælikvarða sem notaðir eru til að bera saman samgöngukosti. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri, var með okkur.

Umfjöllun um sígilda tónlist var á sínum stað. Á dagskrá í dag var ítalski píanóleikarinn Aldo Ciccolini, Magnús Lyngdal sagði okkur sögu hans og frá áherslum og stíl í píanóleik.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,