23:10
Lestin
Múr, Renee Good, bell hooks

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Við heyrum um bell hooks, bandaríska fræðikonu og rithöfund, sem skrifaði fjölda bóka, greina og blogga. Hún er þekkt fyrir feminíska, andrasíska og andkapítalíska greiningu sína á samfélagi, samböndum og menningu. Bókin hennar All about Love kom út í íslenskri þýðingu í haust, Allt um ástina, hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Sólveig Ásta Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur, segir frá hooks.

Dagana 15.-18 janúar fer fram evrópska tónlistarhátíðin ESNS, eða Eurosonic, í Groeningen í Hollandi. Ísland hefur sent frá sér fulltrúa á þessa fagaðilahátíð síðan árið 2007, en að þessu sinni eru það hin margslungna Elín Hall, partýpoppsveitin Inspector Spacetime og þungarokkararnir í Múr sem koma fram.

Við spjöllum við Kára og Árna í Múr fyrir ferðalag þeirra, ásamt því að heyra í Maríu Rut Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Tónlistarmiðstöðvar Íslands sem er í Hollandi.

Eirkur Örn Norðdahl, rithöfundur, flytur pistil um morðið á Renee Good.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,