Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Farið var yfir nokkrar af þeim jákvæðum fréttum sem kannski fengu ekki næga athygli á árinu sem leið. Við fjölluðum um þá þrjá tónlistarmenn sem hlutu fálkaorðuna í gær, á nýársdag. Og við heyrðum viðtal við Ernu Sif Arnardóttur svefnfræðing, um svefn og rannsóknir á honum.
Magnús Lyngdal var á sínum stað í síðasta hluta þáttarins, og með sér hafði hann sígilda tónlist af óljósum uppruna, það er að segja tónlist sem ekki er vitað hver samdi.
Tónlist:
Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Nýársmorgunn.
Jónas Ingimundarson, Anna Júlíana Sveinsdóttir - Mánaskin.
Laufey - Street by street.
Laufey, Philharmonia Orchestra - California and Me.
Valdimar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Líttu sérhvert sólarlag.
Baggalútur - Sorrí með mig.
Laufey - While You Were Sleeping.

07:30

08:30
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um valdarán hersins í Chile fyrir hálfri öld, 11. september 1973, og endalok forsetatíðar sósíalistans Salvadors Allende.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, eða öllu heldur tvær, leikkonurnar Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Ebba Katrín Finnsdóttir. Þær útskrifuðust með árs millibili úr leikaranámi frá Listaháskóla Íslands og hafa báðar vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu í hinum ýmsu hlutverkum síðan. Þær leika báðar í Óresteiu, hátíðarsýningu Þjóðleikhússins sem var frumsýnd 2. í jólum og það er óhætt að segja að sýningin hefur fengið frábærar móttökur og allur leikhópurinn fyrir sitt framlag. Við spjölluðum við þær um sýninguna, lífið og tilveruna, ferðuðumst með þeim aftur í tímann og skoðuðum hvernig nýja árið leggst í þær.
Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti veltum við fyrir okkur afgöngum til dæmis af kalkúni og svo kom fæða guðanna einni við sögu.
Tónlist í þættinum:
Skammdegisvísur /Ólafur Þórðarson, Magnús Þór Sigmundsson og Ragnhildur Gísladóttir (Blysfaradans þjóðlag, ljóð Jón Ólafsson, Álfadans/ lag Helgi Helgason, ljóð Sæmundur Eyjólfsson
Nú er frost á fróni / þjóðlag, ljóð Kristján Jónsson)
Somewhere / Pascal Pinon (Ásthildur Ákadóttir og Jófríður Ákadóttir)
Hypnotize / Notorious B.I.G. (Lawrence, Wallace, Combs, Alpert, Angelettie & Armer)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Fimm daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Sviss vegna mannskæðs stórbruna á nýársnótt. Grunur er um kviknað hafi í - út frá blysum sem kveikt var á innandyra.
Rúmlega sautján hundruð manns sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og fækkaði um tvö hundruð milli ára. Langflestir koma frá Úkraínu.
Formaður Neytendasamtakanna segir verðlækkanir á bensíni um áramótin í samræmi við væntingar. Grannt verður fylgst með verðþróun á næstu vikum.
Þingmaður Viðreisnar vill að rannsóknarnefndir verið skipaðar í hvert sinn sem mannskæðar náttúruhamfarir verða. Það gæti hjálpað fólki í sárum.
Neytendur geta búist við því að snjalltæki hækki í verði á næstu mánuðum. Ástæðan er gervigreindarkapphlaupið sem keyrir upp verð á tölvubúnaði.
Erfðaefni ísbjarna er að breytast vegna loftslagsbreytinga. Ný rannsókn sýnir mun á erfðaefni ísbjarna eftir svæðum á Grænlandi.
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir Evrópumótið er formlega hafinn. Á morgun gefst almenningi kostur á að fylgjast með æfingu liðsins.
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Í áramótaávarpi sagði Xi Jinping, forseti Kína, enn á ný að til stæði að sameina Kína og Taívan aftur undir einni stjórn. Þá var umfangsmiklum heræfingum Kínverja í kringum Taívan nýlokið.
Í þætti dagsins beinum við sjónum okkar að stöðunni á Taívan og setjum samskipti Kínverja og Taívana í sögulegt samhengi um leið og við veltum fyrir okkur hvernig mál gætu þróast þar á næstu misserum, og mögulegum áhrifum á önnur ríki.
Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum, telur ólíklegt að það komi til vopnaðra átaka á svæðinu en ef það gerist geti það auðveldlega leitt til einhvers konar heimsstyrjaldar.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Heilsutengd markmið um áramót eru algeng. Til þess að markmiðin náist er gott að hafa í huga að fara rólega af stað, vera með raunhæfar væntingar um árangur og huga að skemmtanagildi hreyfingarinnar. Daníel Sæberg Hrólfsson, WorldFit-þjálfari og einkaþjálfari hjá World Class, kemur til okkar í byrjun þáttar með góðar ráðleggingar til þeirra sem ætla að taka heilsuna föstum tökum á nýja árinu.
Við ætlum líka að fjalla um ljótar og fallegar nýbyggingar. Umræða um byggingar- og skipulagsmál er að þroskast og verða háværari, en stór hluti þeirrar umræðu snýr að því hvað allt er ljótt. Er eitthvað raunverulega til í því? Eða er þetta birtingarmynd nostalgíu eða fortíðarþrár? Þórhallur Bjarni Björnsson, skipulagsfræðinemi og talsmaður Arkítektúruppreisnarinnar, kíkir til okkar á eftir til að ræða þetta, sem og kosningu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins 2025.
Konur eru mikilvægar nú á dögum sem leiðtogar, skrifar Ebba Margrét Magnúsdóttir kvensjúkdóma- og fæðingalæknir í nýjasta hefti Læknablaðsins. Ebba Margrét segir heiminn þurfa sterka og mannlega kvenleiðtoga. Hún kíkir til okkar í lok þáttar og spjallar við okkur um leiðtoga heimsins nú í upphafi árs.
Tónlist úr þættinum:
Bleachers - Modern Girl
Clairo - Juna
BRÍET - Cowboy Killer
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Shakila, Lucky Star - Duniani.
Misiani, D.O., Shirati Jazz - Wang Ni To Iringo = This time you will flee.
Meteku, Teshome - Gara ser new betesh.
Emilia - Big big world.
Pantoja, Isabel - Adelante.
Los Amigos, Valdez, Merceditas - Quirino.
Sting, N'Dour, Youssou - Don't walk away.
Othmani, Nabil - Asetan.
Greenwood, Jonny - Ya Mughir al-Ghazala (feat. Karrar Alsaadi).
Xiaolian, Dai - Yi guren = An old friend.
La Sonora de Baru - Festival in guarare.
Hespèrion XXI - Der makam-? Muhayyer usules Muhammes.
Kocani Orkestar - The Orient is red.
Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 30. október 2016: Spáð er í þarfir nemenda í stórum sem smáum skólum og hvaða verkefni sem lærlingar í húsasmíði takast á við, hvaða húsnæði hentar tónlistarnemum og hvernig menn skipta skólaárinu í spannir á Egilsstöðum.
Dagskrárgerð: Dagur Gunnarsson, Rúnar Snær Reynisson, Rögnvaldur Már Helgason og Þórgunnur Odssdóttir
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er Rigtige mænd (gider ikke høre mere vrøvl) með dönsku hljómsveitinni TV 2. Platan kom út 1985 og var mest selda plata ársins í Danmörku. Umsjónarmaður er Bogi Ágústsson og Kormákur Marðarson er upptökustjóri.
Hljómsveitin TV 2 var stofnuð 1981 í Árósum og starfar enn þann dag í dag. Félagarnir í TV 2 höfðu sumir áður starfað saman í hljómsveit sem nefndist Taurus og raunar halda sumir aðdáendur því fram að nafnið TV 2 standi fyrir Taurus Version 2, Taurus, önnur útgáfa.
Sveitin hefur ætíð notið mikilla vinsælda í Danmörku þó að þeir kalli sjálfa sig stundum leiðinlegustu hljómsveit Danmerkur. TV 2 hefur verið dugleg við að halda tónleika og koma fram á tónlistarhátíðum og jafnframt hafa þeir, og Steffen Brandt einn, unnið með fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum. Sveitin hélt upp á 45 ára starfsafmæli á tónlistarhátíðinni Smukfest í ágúst og blaðadómar um þá tónleika voru afar lofsamlegir. Í Aarhus Stiftstidende skrifaði gagnrýnandi að TV-2 væri enn sprellifandi, eldmóðurinn væri augljós og áhorfendur hefðu fagnað innilega gráhærðu hetjunum frá Árósum. Í Berlingske var fjallað um tónleika fyrr á árinu í Royal Arena í Kaupmannahöfn og skrifað Takk, TV-2 fyrir fimm stjörnu kvöld. Hvílík veisla. Sikke en fest!
Það er engu skrökvað þó að því sé haldið fram að Steffen Brandt sé allt í öllu í sveitinni, hann er aðalsöngvarinn og laga- og textahöfundur. Tónlist hans hefur verið lýst sem minimalísku rokki og textarnir eru margbrotnir, frá ástarsöngvum til háðsádeilu og samfélagslegrar gagnrýni. Húmorinn er sjaldan langt undan, sem og kaldhæðni í klókindalegum og stríðnislegum textum. Berlingske skrifar að textarnir fjalli um alvöru lífsins með húmor, sjálfshæðni og satírískri samfélagsgagnrýni.

Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Loðnurannsóknir hefjast á mánudaginn þegar rannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur af stað í árlegan könnunarleiðangur Hafrannsóknastofnunar. Ferðinni er heitið norður og austur fyrir land til að kanna hversu langt loðnan er gengin inn í landhelgina. Vika er áætluð í þennan leiðangur og með vitneskju úr honum verður hægt að leggja drög að heildarmælingu á loðnunni. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafró, gerir ráð fyrir að það geti orðið á bilinu fimmtánda til tuttugasta janúar og að fimm skip taki þátt í þeim leiðangri.
Rússnesk stjórnvöld reka ekki bara stríð á jörðu. Þau hafa undanfarin ár farið mikinn í áróðursstríði þar sem farið er frjálslega með söguleg sannindi. Þau réttlættu innrás í Úkraínu með því að þar réðu nýnasistar og það þyrfti að verja íbúa þar fyrir yfirgangi nasista og þjóðarmorði. En rússnesk stjórnvöld hafa horn í síðu fleiri ríkja og viðhafa álíka undirróður gegn þeim.

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Lögin sem heyrast í þessum þætti eiga það sameignlegt að vera endurgerðir eða ábreiður eins og slík lög eru stundum nefnd. Páll Óskar syngur lagið Yndislegt líf (What a wonderful world), Ellen Kristjánsdóttir lagið Gráttu úr þér augun (Cry me a river), Bubbi Morthens syngur lagið Síðasti dansinn, Anna Halldórsdóttir lagið Kata rokkar og Sigursteinn Hákonarson og Andrea Gylfadóttir syngja lagið Angelía. Helgi Pétursson flytur lagið Syng ég þér blús (Singin' the blues), Bogomil Font og Millarnir flytja lagið Á skíðum skemmti ég mér, Stefán Hilmarsson syngur um Helgu, Erna Gunnarsdóttir syngur lag sem heitir Vinurinn (Ben), Bergþór Pálsson og Eyjólfur Kristjánsson syngja saman lagið Kannski er ástin (Perhaps Love) og Ragnar Bjarnason lagið Allar mínar götur. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Heilsutengd markmið um áramót eru algeng. Til þess að markmiðin náist er gott að hafa í huga að fara rólega af stað, vera með raunhæfar væntingar um árangur og huga að skemmtanagildi hreyfingarinnar. Daníel Sæberg Hrólfsson, WorldFit-þjálfari og einkaþjálfari hjá World Class, kemur til okkar í byrjun þáttar með góðar ráðleggingar til þeirra sem ætla að taka heilsuna föstum tökum á nýja árinu.
Við ætlum líka að fjalla um ljótar og fallegar nýbyggingar. Umræða um byggingar- og skipulagsmál er að þroskast og verða háværari, en stór hluti þeirrar umræðu snýr að því hvað allt er ljótt. Er eitthvað raunverulega til í því? Eða er þetta birtingarmynd nostalgíu eða fortíðarþrár? Þórhallur Bjarni Björnsson, skipulagsfræðinemi og talsmaður Arkítektúruppreisnarinnar, kíkir til okkar á eftir til að ræða þetta, sem og kosningu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins 2025.
Konur eru mikilvægar nú á dögum sem leiðtogar, skrifar Ebba Margrét Magnúsdóttir kvensjúkdóma- og fæðingalæknir í nýjasta hefti Læknablaðsins. Ebba Margrét segir heiminn þurfa sterka og mannlega kvenleiðtoga. Hún kíkir til okkar í lok þáttar og spjallar við okkur um leiðtoga heimsins nú í upphafi árs.
Tónlist úr þættinum:
Bleachers - Modern Girl
Clairo - Juna
BRÍET - Cowboy Killer

frá Veðurstofu Íslands
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, eða öllu heldur tvær, leikkonurnar Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Ebba Katrín Finnsdóttir. Þær útskrifuðust með árs millibili úr leikaranámi frá Listaháskóla Íslands og hafa báðar vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu í hinum ýmsu hlutverkum síðan. Þær leika báðar í Óresteiu, hátíðarsýningu Þjóðleikhússins sem var frumsýnd 2. í jólum og það er óhætt að segja að sýningin hefur fengið frábærar móttökur og allur leikhópurinn fyrir sitt framlag. Við spjölluðum við þær um sýninguna, lífið og tilveruna, ferðuðumst með þeim aftur í tímann og skoðuðum hvernig nýja árið leggst í þær.
Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti veltum við fyrir okkur afgöngum til dæmis af kalkúni og svo kom fæða guðanna einni við sögu.
Tónlist í þættinum:
Skammdegisvísur /Ólafur Þórðarson, Magnús Þór Sigmundsson og Ragnhildur Gísladóttir (Blysfaradans þjóðlag, ljóð Jón Ólafsson, Álfadans/ lag Helgi Helgason, ljóð Sæmundur Eyjólfsson
Nú er frost á fróni / þjóðlag, ljóð Kristján Jónsson)
Somewhere / Pascal Pinon (Ásthildur Ákadóttir og Jófríður Ákadóttir)
Hypnotize / Notorious B.I.G. (Lawrence, Wallace, Combs, Alpert, Angelettie & Armer)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Grínistinn Sóli Hólm sló í gegn sem Inga Sæland í áramótaskaupinu. Fáir enduðu árið betur en Sóli en sýning hans, Jóli Hólm, sló rækilega í gegn í Bæjarbíó í desember og þar komust færri að en vildu. Við heyrðum í Sóla sem var á leiðinni út í sólina.
Anna Laufey Stefánsdóttir tölvunafræðingur hjá Stafrænni velferð, veltir því upp í pistli á Vísi hvort áramótaheitið 2026 sé betri skjávenjur. Í pistlinum gefur hún fólki góð ráð til að taka til í stafræna lífinu og skapa meira jafnvægi og vellíðan. Anna Laufey kíkti í Morgunútvarpið.
Ótrúlegustu hlutum er haldið að fólki í nafni næringar og bætrar heilsu og ljóst er að það mun ekki minnka á nýju ári. En hvað var það klikkaðasta sem var í tísku í heilsugeiranum á síðasta ári og hvað mun dynja á okkur á nýju ári? Böðvar Tandri Reynisson er þjálfari með meistaragráðu í Matvælatækni og næringafræði. Hann var á línunni frá Kaupmannahöfn.
Íslendingur vann 642 milljónir í Víkinglottó um helgina og þegar við náðum Halldóru Maríu Einarsdóttur hjá Íslenskri getspá var hún að fara að hafa samband við vinningshafann.

07:30

08:30
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Breska poppstyrjöldin, táragas, fiðluleikarinn sem varð fyrir barðinu á AI og Lagalisti fólksins þar sem þemað var upphaf!
Lagalisti þáttarins:
Tónlist frá útsendingarlogg 2026-01-02
LÓNLÍ BLÚ BOJS – Harðsnúna Hanna
CORNERSHOP – Brimful of Asha (Norman Cook Remix)
VALDIMAR – Karlsvagninn
COLDPLAY – Talk
TAME IMPALA – Dracula
SUZANNE VEGA – Luka
SIENNA SPIRO – Die On This Hill
LOLA YOUNG – Messy
ASHLEY MACISAAC, MARY JANE LAMOND – Sleepy Maggie (radio edit)
LEN – Steal My Sunshine
THE CRANBERRIES – Linger
BLUR – Country House
OASIS – Roll with it
UNA TORFADÓTTIR – Fyrrverandi
KK – Hafðu engar áhyggjur
MGMT – Time To Pretend
HLJÓMAR – Peningar
KIRIYAMA FAMILY – About you
HAYLEY WILLIAMS, DAVID BYRNE – What Is The Reason For It
JAMES – She's A Star
BRÍET – Sweet Escape
BIRNIR, FLONI – Lífstíll
DIGITAL ÍSLAND – Eh plan?
RAYE – WHERE IS MY HUSBAND!
THE BYRDS – Turn! Turn! Turn!
PORTUGAL. THE MAN – Tanana
AMY WINEHOUSE – Our Day Will Come
BRANDI CARLILE – Returning To Myself
START – Lífið og tilveran
LAUFEY – From The Start
KATRINA AND THE WAVES – Walking On Sunshine
JOHN LENNON – (Just like) starting over
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON – Himinn Og Jörð
TRÚBROT – II. Forleikur (Circulation)
ÞURSAFLOKKURINN – Brúðkaupsvísur
ROLLING STONES – Start Me Up
BILL WITHERS – Lovely Day
ELTON JOHN – I'm still standing
PÉTUR BEN – Something Radical
DEATH CAB FOR CUTIE – The New Year
CHEMICAL BROTHERS – Go ft. Q-Tip
SIGURRÓS – Ágætis Byrjun
PRINS PÓLÓ – Læda slæda
MUSE – Uprising
EIVÖR – Verð mín
SMASHING PUMPKINS – The End Is The Beginning Is The End

Útvarpsfréttir.
Fimm daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Sviss vegna mannskæðs stórbruna á nýársnótt. Grunur er um kviknað hafi í - út frá blysum sem kveikt var á innandyra.
Rúmlega sautján hundruð manns sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og fækkaði um tvö hundruð milli ára. Langflestir koma frá Úkraínu.
Formaður Neytendasamtakanna segir verðlækkanir á bensíni um áramótin í samræmi við væntingar. Grannt verður fylgst með verðþróun á næstu vikum.
Þingmaður Viðreisnar vill að rannsóknarnefndir verið skipaðar í hvert sinn sem mannskæðar náttúruhamfarir verða. Það gæti hjálpað fólki í sárum.
Neytendur geta búist við því að snjalltæki hækki í verði á næstu mánuðum. Ástæðan er gervigreindarkapphlaupið sem keyrir upp verð á tölvubúnaði.
Erfðaefni ísbjarna er að breytast vegna loftslagsbreytinga. Ný rannsókn sýnir mun á erfðaefni ísbjarna eftir svæðum á Grænlandi.
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir Evrópumótið er formlega hafinn. Á morgun gefst almenningi kostur á að fylgjast með æfingu liðsins.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Þann 29. desember skrifuðu félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra undir samning við Geðhjálp um að setja á laggirnar skjólshús fyrir fólk sem er í tilfinningalegri krísu vegna andlegra áskorana. Stefnt er að því að opna skjólshúsið á fyrri hluta næsta árs.
Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar kom til okkar og sagði okkur betur frá.
Í grein sem birtist á Visi undir lok desembermánaðar og skrifuð er af Haraldi Eiríkssyni ræðir hann að nú liggi til umsagnar umhverfismatsskýrsla í samráðsgátt stjórnvalda vegna fyrirhugaðs 28.000 tonna svokallaðs landeldis Aurora fiskeldis í Hvalfirði. Greinarritari sat kynningarfund fyrirtækisins 17. desember síðastliðinn. Eftir fundinn sat hann einfaldlega eftir orðlaus. Haraldur kom til okkar ásamt Þorbjörgu Gísladóttur sem er sveitarstjóri Kjósahrepps.
Við heyrðum af átaksverkefni sem nefnist Hreint Ísland og þar eru markmiðin skýr og einföld og snúa að því hvernig allir geta lagt lið í að gera landið okkar enn hreinna og fallegra - Ása Björk Sigurðardóttir er einn forsprakka hópins og hún kom til okkar.
Stórmeistarinn Vignir Vatnar er nýkomin heim frá Katar þar sem hann var að keppa á HM í skák. Við fengum Vigni til okkar til að segja okkur af mótinu, undirbúningi og mikilvægi þess að halda sér í góðu formi til að standast álagið.
Fréttir
Fréttir
Áramótablys sem fest voru á flöskur kveiktu eldinn á skemmtistað í skíðabænum Crans Montana á nýársnótt. Börn niður í fimmtán ára voru inni á skemmtistaðnum þegar eldurinn braust út.
Lögreglan hefur aldrei lagt hald á meira magn kókaíns og marijúana á einu ári eins og í fyrra. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þekkt að með aukinni velmegun aukist neysla dýrari fíkniefna á borð við kókaín.
Loðnuleit hefst á næstu dögum. Þarnæsta loðnuvertíð verður líklega tífalt stærri en sú sem er að hefjast.
Nýliðið ár var það hlýjasta frá upphafi mælinga hér á landi. Hiti var yfir meðallagi átta af tólf mánuðum ársins.
Nýr risi trónir á toppi rafbílamarkaðsins á heimsvísu – og það er ekki Tesla. Kínverski framleiðandinn BYD jók sölu um tæpan þriðjung á nýliðnu ári og stal þarmeð toppsætinu.
Fólk virðist misjákvætt í garð kílómetragjaldsins sem tók gildi um áramótin. Eldsneytisverð lækkaði samhliða því en breytingin kemur sér betur fyrir jeppaeigendur en smábílaeigendur
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Loðnurannsóknir hefjast á mánudaginn þegar rannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur af stað í árlegan könnunarleiðangur Hafrannsóknastofnunar. Ferðinni er heitið norður og austur fyrir land til að kanna hversu langt loðnan er gengin inn í landhelgina. Vika er áætluð í þennan leiðangur og með vitneskju úr honum verður hægt að leggja drög að heildarmælingu á loðnunni. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafró, gerir ráð fyrir að það geti orðið á bilinu fimmtánda til tuttugasta janúar og að fimm skip taki þátt í þeim leiðangri.
Rússnesk stjórnvöld reka ekki bara stríð á jörðu. Þau hafa undanfarin ár farið mikinn í áróðursstríði þar sem farið er frjálslega með söguleg sannindi. Þau réttlættu innrás í Úkraínu með því að þar réðu nýnasistar og það þyrfti að verja íbúa þar fyrir yfirgangi nasista og þjóðarmorði. En rússnesk stjórnvöld hafa horn í síðu fleiri ríkja og viðhafa álíka undirróður gegn þeim.

Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.

Blönduð tónlist frá því í kringum aldamótin.