12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 7. apríl 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Forsætisráðherra gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar á Bessastöðum klukkan tvö í dag til að biðjast lausnar. Enn er óvíst hver tekur við af henni en Guðni forseti ætlar að flytja ávarp eftir fund þeirra.

Ísraelsmenn hafa dregið herlið sitt frá suðurhluta Gaza. Rætt verður um vopnahlé í stríðinu í Kaíró í dag. Hálft ár er liðið síðan stríðið á Gaza hófst.

Halla Hrund Logadóttir tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í morgun. Hún var skipuð orkumálastjóri 2021, fyrst kvenna. Henni var tíðrætt um samstöðumátt þjóðarinnar í tilkynningu sinni.

Bæjarstjóri Kópvogsbæjar segir að mygla sem fannst í burðarvirki nýs Kársnesskóla hafi verið bakslag, og telur víst að bærinn þurfi ekki að greiða verktökum fyrir framkvæmdirnar.

Nýr forseti Slóvakíu, sem var kjörinn í gær, segir að þjóðin eigi að styðja frið en ekki stríð. Hann er hliðhollur Rússum og vill að Úkraínumenn semji við þá um frið.

Lögregla lokaði Brim hótel í gær, vegna skorts á tilskyldum rekstrarleyfum. Hótelinu hefur nokkrum sinnum verið lokað af sömu ástæði, síðast í nýliðinni viku.

Deildarmyrkvi á sólu sést frá landinu öllu á morgun ef veður leyfir.

Íslandsmótið í skrafli stendur yfir, við lítum við á keppninni í fréttatímanum.

Kvennalandslið Íslands í handbolta getur í dag tryggt sér sæti á EM. Ísland mætir Færeyjum á Ásvöllum í lokaleik undankeppninnar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,