Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Hagvöxtur mældist 4,1% á síðasta ári, en á síðustu mánuðum ársins hægðist á hagkerfinu. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fór ítarlega yfir þessar tölur á Morgunvaktinni. Hann ræddi líka um Grindavík og um stöðu kjaraviðræðna.
Í síðustu viku birti rússneska ríkissjónvarpið upptöku af samræðum fjögurra háttsettra yfirmanna þýska hersins, þar sem þeir ræða ýmis viðkvæm mál um þátttöku Þjóðverja í stríðinu í Úkraínu. Málið hefur undið upp á sig dag hvern síðan þá, eins og Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur nánar frá í Berlínarspjalli.
Fæðingartíðni er víða til umfjöllunar. Færri börn fæðast en áður víða í þróuðum ríkjum, en í Japan er vandinn verulega mikill, þar hafa aldrei fæðst færri börn en í fyrra. Þetta 125 milljóna manna land stendur frammi fyrir miklum vandræðum. Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönskum fræðum, fór yfir þessi mál við okkur í síðasta hluta þáttarins.
Why do I love you? - Garcia, Whiting.
From heaven to earth - Ólafur Jónsson Tónlistarm., Björn Thoroddsen, Stórsveit Reykjavíkur, Ólafur Jónsson, Gillis, Richard.
„Wenn das Wasser im Rhein goldner Wein wäre“ - Willy Schneider.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við forvitnuðumst í dag um nýja próteingjafa á borð við skordýr og örþörunga, en markmiðið með því að nýta þá er að minnka umhverfisáhrif, draga úr sóun, vatnsnotkun og kolefnisspori í framleiðslu á matvörum fyrir fólk og fóðri fyrir dýr. Margrét Geirsdóttir, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís, kemur í þáttinn og sagði okkur frá því hver þróunin er í þessum málum, meðal annars frá framleiðslu og nýtingu á skordýrapróteini, einfrumupróteini og örþörungum.
Marche hérað er eitt best geymda leyndarmál Ítalíu segja margir. Þetta rólega og strjálbýla hérað liggur á milli Adríahafsins og öllu þekktari eru nágrannahéruð þess, Toskana og Umbria. Sumir segja að Marche sé eins og Toskana var fyrir 50 árum síðan, hrátt en undurfallegt. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir mannauðsstjóri og leiðsögumaður kom til okkar í dag en þetta svæði er í miklu uppáhaldi hjá henni og hún heldur úti ferðasíðunni Flandrr.is.
Tónlist í þættinum:
Háa c / Moses Hightower (Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Magnús Trygvason Eliassen og Steingrímur Teague)
Ölduslóð / Svavar Knútur (Svavar Knútur)
Scenes from an Italian Restaurant / Billy Joel (Billy Joel)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Sjötíu og tveir eru á leið til landsins frá Gaza á vegum íslenskra stjórnvalda og hafa allir dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Ísraels á þriðjudaginn í síðustu viku til að greiða fyrir málinu.
Mótmælandi sem hékk fram af handriði þingpalla í gær og gerði hróp að þingmönnum er enn í haldi lögreglu og var yfirheyrður í morgun. Þingpallarnir verða opnir almenningi í dag.
Góður gangur er í kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ og SA og von er um að skrifað verði undir samninga í vikunni.
Framleiðsla á hergögnum verður stóraukin í Evrópu á næstu árum, ekki síst til að styðja Úkraínu, samkvæmt tillögu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í morgun. Verja á einum og hálfum milljarði evra til að byrja með til að styðja við framleiðendur hergagna í aðildarríkjum ESB.
Staða leigjenda versnar á milli ára. Framboð á leiguhúsnæði er minna, samningsstaða leigjenda verri og leigan hærri.
Hættumat er óbreytt á Reykjanesskaga. Áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi.
Fátt bendir til annars en að Donald Trump vinni stórsigur á svokölluðum ofurþriðjudegi í forvali Repúblikanaflokksins. Mótframbjóðandi hans segir Bandaríkjamenn eigi betra skilið en að þurfa að velja á milli tveggja áttræðra forsetaframbjóðenda.
Stjórn Menntaskólans að Laugarvatni hefur gert starfslokasamning við kennara sem viðhafði rasísk ummæli um keppanda í Söngvakeppninni.
Sjö 130 metra há möstur verða sett upp í Fljótsdal til að rannsaka vindorku og sex ratsjárstöðvar til að telja fugla, vegna áforma um stórt vindorkuver. Byggingar og skipulagsnefnd hreppsins telur að gera þurfi betur grein fyrir aðkomu og slóðum þar sem reisa á möstrin. Framkvæmdirnar gætu valdið jarðraski.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Saga Miðflokksins spannar ekki einu sinni sjö ár, þó að rætur hans liggi miklu dýpra. Flokkurinn hefur verið að bæta við sig svo miklu fylgi í könnunum undanfarið að hann er kominn í sömu tölu og hann fékk í fyrstu Alþingiskosningunum sínum. Hvað er Miðflokksfólkið að gera sem skýrir þessa breytingu? Sunna Valgerðardóttir ræðir við Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um merkissögu þessa unga flokks og rýmið sem orðræðan hans hefur fengið nýverið í íslensku samfélagi.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við hringjum til Nuuk í Grænlandi og tölum við Ingu Dóru Guðmundsdóttur eins og við gerum nokkuð reglulega. Að þessu sinni ætlum við að fjalla um tvö alvarleg mál. Um 150 grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu vegna lykkjuherferðarinnar sem svo er kölluð en á sjöunda áratugnum var þúsundum stúlkna og ungra kvenna gert að fá lykkjuna - oft án þess að vera upplýstar um það. Við ræðum þetta við Ingu Dóru og sömuleiðis snjóflóð sem féll fyrir nokkrum dögum nálægt Nuuk þar sem tveir rúmlega tvítugir menn létust.
Á föstudaginn blésu Öryrkjabandalag íslands, Landssamband ungmennafélaga og Landssamtök stúdenta til málþings í hugmyndahúsinu Grósku undir yfirskriftinni Læst úti: Gerum eitthvað í því. Á málþinginu fjallaði ungt fólk um hindranir sem hamla þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, fötlunarfordóma og hvernig megi hugsa hlutina upp á nýtt svo öll geti tekið jafnan þátt. Við ræðum við tvo þátttakendur á málþinginu þau Eið Welding og Evu Brá Önnudóttur.
Anna Sigríður Þráinsdótir, málfarsráðunautur kemur svo til okkar í spjall um íslenskt mál - og við ræðum orðaforða tengdan bændum.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tilraunatríóið glupsk skipa þeir Örlygur Steinar Arnalds, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson og Guðmundur Arnalds. Frá því þeir byrjuðu að spinna saman í sófanum á Mengi hefur glupsk gefið út slatta af tónlist, nú síðast plötuna Beyond Happy sem unnin var í samstarfi við óhljóðapostulann Sigtrygg Berg Sigmarsson.
Lagalisti:
Swamp Season Megamix - Swamp Season Megamix
Slipperslapper - Slipperslapper
The Lawnmover Massacre - The Lawnmover Massacre
krympill í kerinu - krympill í kerinu
Óútgefið - Munch-tónleikabrot
Beyond Happy - ChatGPS
Beyond Happy - Technologically Correct
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þessum þætti verður fjallað um séra Þórð Jónsson í Reykjadal í Hrunamannahreppi en hann átti í sífelldum við flestöll yfirvöld hér á landi, og raunar í Kaupmannahöfn líka en þangað fór hann oftar en einu sinni til að fá úrlausn sinna mála - og hikaði þá ekki við að leita til sjálfs kóngsins og biðja hann að leysa sig úr því leiðinlega og kalda fangelsi sem honum fannst Ísland vera.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í þættinum hittir Víðsjá mynslistakonuna Tinnu Royal á vinnustofu sinni á Akranesi. Undanfarin ár hefur Tinna vakið nokkra athygli fyrir afar fjölbreytt verk. Allt frá málverkum til höggmynda af kleinuhringjum og nammiumbúðum til lágmynda af ryðguðum húsum til eyrnalokka og jólaskrauts.
Sýningin Orðið var opnuð um liðna helgi í Neskirkju en þar sýnir Jóna Hlíf Halldórsdóttir úrval verka sem hún hefur unnið á undanförnum árum. Í verkum sínum vinnur Jóna Hlíf með tungumálið í allri sinni breidd og dýpt. Innblásturinn sækir hún oft á tíðum í forna bókmenntatexta sem hún nýtir, meðal annars, til að varpa ljósi á málefni samtímans. Sjálf segist hún í kjarnann alltaf vera að skoða hvað það þýði að vera manneskja. Við lítum við á sýningunni í þættinum.
Nýtt TMM kom út fyrir skemmstu og þar er að finna þýðingu á ljóði eftir palestínska ljóðskáldið Refaat Alareer en hann var drepinn í loftárás ísraelsmanna þann 6. Desember síðastliðin. Þórdís Helgadóttir þýddi ljóðið fyrir tímaritið og flytur í þættinum.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kolbeinn Rastrick, kvikmyndarýnir Lestarinnar, rýnir í Natatorium, fyrstu mynd leikstjórans og handritshöfundarins Helenu Stefánsdóttur í fullri lengd.
Á vefsíðunni SoundCloud þrífst blómlegt samfélag ungra söngvaskálda sem eru við það að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Sigríður Langdal er ein þeirra.
Þórður Ingi Jónsson mælti sér mót við meðlimi Taugadeildarinnar. Um er að ræða goðsagnakennda nýbylgjusveit sem hefur haft mikil áhrif á jaðarrokk hér á landi þrátt fyrir afar stuttan feril.
Lagalisti:
neonme, Ilmur - Hvers vegna varst’ ekki kyrr?
Pálmi Gunnarsson - Hvers vegna varst’ ekki kyrr?
SoundCloud samtíningur
hljodmaskinavif - kyrrð (desember lag nr. 19)
Steinka - skolasund
Stirnir - Mörgæsastrætó
Einakróna - Stella
Laglegt - þessi á rennur til sjávar (voice memo demo)
róshildur - keyra/bremsa
Laglegt - sárið (voice memo demo)
Einakróna - safnast upp (í mér)
hljodmaskinavif - uppí rúmi (desember lag nr. 22)
Lúkas - Project 12
HáRún - Enda alltaf hér (upptaka af Músíktilraunum 2022)
Laglegt - sarið (voice memo demo)
Taugadeildin - Lög af samnefndri stuttskíf
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Fjölmennt lið lögreglu og fjölda annarra stofnana gerði húsleit á tugum staða um land allt í dag, vegna gruns um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi. Fimm voru handteknir.
Það er ekkert pláss fyrir málamiðlanir um frumvarp til útlendingalaga, segir fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Fjörutíu prósent launafólks segjast ekki ná endum saman samkvæmt rannsókn Vörðu á stöðu launafólks á Íslandi. Staða foreldra versnar á milli ára.
Grásleppa er ekki ofveidd í segir sjávarlíffræðingur hjá Hafró. Enn kemur of mikið af sel og teistu í netin þó að minna sé um það síðustu ár.
Reykjavíkurborg leitar að fyrirtæki til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn í sumar. Það verður að þola íslenskar aðstæður, bæði með hliðsjón af vindi og jarðhræringum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Flóttafólkið sem væntanlegt er hingað frá Gaza á næstu dögum og vikum hefur búið við meiri og langvinnari hörmungar, ógn og skelfingu en nokkur hópur annar sem hér hefur fengið skjól. Þetta segir Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum.
Trausti Hjálmarsson var kosinn formaður Bændasamtaka Íslands um síðustu helgi með tæplega 66% atkvæða. Trausti Hjálmarsson er sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskupstungum þar sem jafnframt er stunduð hrossarækt og hestamennska. Hann segir sóknarfærin framundan mörg og mikilvægast af öllu sé að ræða við grasrótina og bændur um allt land í þéttu samtali við stjórnmálamenn og ráðherra málaflokksins.
Í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum er ofur-þriðjudagurinn svonefndi alla jafna sá mest spennandi, fyrir utan náttúrulega kjördaginn sjálfann. Á ofur þriðjudegi fara nefnilega fram forkosningar eða kjörmannasamkomur í fimmtán ríkjum - og úrslitin gefa því verið þýðingarmikil. En nú er enginn spenntur.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að fræðast um vélmenni, vélmenni í geimnum, fólk á mars og gervigreind.
Hvernig voru fyrstu vélmennin? Hvernig hjálpa þau okku í dag? Taka þau einhverntímann yfir? Förum við mannfólkið einhverntímann til Mars? Geta vélmenni hjálpað okkur við það?
Hvað er gervigreind?
Sérfræðingur þáttarins er: Ari Kristinn Jónsson
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum fiðluleikarans Dejan Bogdanovitsj fiðluleikara og Gabriele Maria Vianello Mirabello píanóleikara sem fram fóru í Novi Sad í Serbíu 13. desember s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Richard Strauss, Giuseppe Tartini, Franz Liszt, Eugène Ysaÿe, Reinhold Glière ofl.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við hringjum til Nuuk í Grænlandi og tölum við Ingu Dóru Guðmundsdóttur eins og við gerum nokkuð reglulega. Að þessu sinni ætlum við að fjalla um tvö alvarleg mál. Um 150 grænlenskar konur hafa stefnt danska ríkinu vegna lykkjuherferðarinnar sem svo er kölluð en á sjöunda áratugnum var þúsundum stúlkna og ungra kvenna gert að fá lykkjuna - oft án þess að vera upplýstar um það. Við ræðum þetta við Ingu Dóru og sömuleiðis snjóflóð sem féll fyrir nokkrum dögum nálægt Nuuk þar sem tveir rúmlega tvítugir menn létust.
Á föstudaginn blésu Öryrkjabandalag íslands, Landssamband ungmennafélaga og Landssamtök stúdenta til málþings í hugmyndahúsinu Grósku undir yfirskriftinni Læst úti: Gerum eitthvað í því. Á málþinginu fjallaði ungt fólk um hindranir sem hamla þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu, fötlunarfordóma og hvernig megi hugsa hlutina upp á nýtt svo öll geti tekið jafnan þátt. Við ræðum við tvo þátttakendur á málþinginu þau Eið Welding og Evu Brá Önnudóttur.
Anna Sigríður Þráinsdótir, málfarsráðunautur kemur svo til okkar í spjall um íslenskt mál - og við ræðum orðaforða tengdan bændum.
Skáldsagan Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Bókin er af mörgum talin tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðbergur Bergsson les úr bók sinni Tómas Jónsson - Metsölubók.
Veðurstofa Íslands.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kolbeinn Rastrick, kvikmyndarýnir Lestarinnar, rýnir í Natatorium, fyrstu mynd leikstjórans og handritshöfundarins Helenu Stefánsdóttur í fullri lengd.
Á vefsíðunni SoundCloud þrífst blómlegt samfélag ungra söngvaskálda sem eru við það að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Sigríður Langdal er ein þeirra.
Þórður Ingi Jónsson mælti sér mót við meðlimi Taugadeildarinnar. Um er að ræða goðsagnakennda nýbylgjusveit sem hefur haft mikil áhrif á jaðarrokk hér á landi þrátt fyrir afar stuttan feril.
Lagalisti:
neonme, Ilmur - Hvers vegna varst’ ekki kyrr?
Pálmi Gunnarsson - Hvers vegna varst’ ekki kyrr?
SoundCloud samtíningur
hljodmaskinavif - kyrrð (desember lag nr. 19)
Steinka - skolasund
Stirnir - Mörgæsastrætó
Einakróna - Stella
Laglegt - þessi á rennur til sjávar (voice memo demo)
róshildur - keyra/bremsa
Laglegt - sárið (voice memo demo)
Einakróna - safnast upp (í mér)
hljodmaskinavif - uppí rúmi (desember lag nr. 22)
Lúkas - Project 12
HáRún - Enda alltaf hér (upptaka af Músíktilraunum 2022)
Laglegt - sarið (voice memo demo)
Taugadeildin - Lög af samnefndri stuttskíf
Útvarpsfréttir.
Matthías Már Magnússon og Hulda Geirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn með ljúfum tónum sem fara vel með fyrsta kaffibollanum.
Lagalisti:
SYSTUR - Furðuverur.
Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).
JAMIRAQUAI - Canned Heat.
Sigur Rós - Starálfur.
Russell, Paul - Lil Boo Thang.
GEORGE HARRISON - My Sweet Lord (2000).
BLUR - Coffee - Tv.
BAKAR - 1st Time.
SADE - Smooth Operator.
Silja Rós Ragnarsdóttir - Honey....
SEAL - Crazy.
THE VERVE - Love Is Noise.
Bubbi Morthens - Serbinn.
Snorri Helgason - Einsemd.
TRACY CHAPMAN - Fast car.
Það eru kannski ekki margir sem geta raunverulega sagst hafa látið sig hverfa af landi brott með sirkusnum en Margrét Erla Maack getur það sannarlega. Hún fer brátt að ljúka sirkusferðalagi sínu en var á línunni frá Kaupmannahöfn í byrjun þáttar.
Inga Dóra Guðmundsdóttir var á línunni frá Grænlandi eftir fréttayfirlitið hálf átta en við fengum í gær fréttir af því að 143 grænlenskar konur hafi nú stefnt danska ríkinu vegna svokallaðrar lykkjuherferðar.
Við ræddum síðan skautun við Finn Ulf Dellsén, prófessor í heimspeki, sem nokkuð hefur fjallað um þau mál undanfarið. Við spyrjum hvort skautun viðhorfa sé óhjákvæmileg í nútíma samfélagi.
Mikið hefur verið rætt um fjarveru Kate Middleton, Katrínar prinsessunnar af Wales. Hún hafði ekki sést frá áramótum, allt þar til dró til tíðinda í gær þegar að hún sást í framsætinu á bíl. Ótal kenningar eru uppi um hvað gæti útskýrt hvers vegna prinsessan hvarf sviðsljósinu í svo langan tíma. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður og hirðspegúlant kom til okkar í spjall um málið.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrirtæki og tryggingafélag til að greiða konu sem þar vann skaðabætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna mygli, en það er líklega í fyrsta skipti sem skaðabótaábyrgð er viðurkennd í máli sem þessu. Við ræddum við Björgvin Þórðarson, lögmann hjá Bótarétti, sem flutti málið fyrir hönd konunnar.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, var hjá okkur í lok þáttar, venju samkvæmt.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Í dag var brotið blað í útvarpssögunni, Hjartagosar fóru bæði í hljóð og ljóðbrot!
Annað eins hefur aldrei heyrst á útvarpsstöðvum heimsins en hlustendur voru ekki lengi að þekkja hljóðið og ljóðið.
Margrét Katrín Guðnadóttir, kaupfélagsstjóri var á línunni en hún er konan á bakvið auglýsingar Kaupfélags Borgfirðinga sem vekja oft nokkra athygli á vorin.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-03-05
Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.
BARA HEIÐA - Stormtrooper.
RAGGI BJARNA OG LAY LOW - Þannig týnist tíminn.
METHOD MAN - I'll Be There for You/You're All I Need to Get By ft. Mary J. Blige.
Musgraves, Kacey - Deeper Well.
Daði Freyr Pétursson - I'm not bitter.
Dina Ögon - Det läcker.
PRINCE - Musicology.
HALL & OATES - Maneater (Dmx Synthwave Rmx).
Sheeran, Ed - American Town.
EMF - Unbelievable.
Systur, Sísý Ey Hljómsveit, Bjørke, Kasper - Conversations.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Fjöllin og fjarlægðin.
DIZZEE RASCAL FT. CALVIN HARRIS - Dance Wiv Me (Spilar á Airwaves 2016).
Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
Lipa, Dua - Training Season.
POINTER SISTERS - Fire.
DAS KAPITAL - Leyndarmál Frægðarinnar.
STUÐMENN - Söngur Dýranna Í Týrol '05.
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.
Óviti, KUSK, Kusk og Óviti - Loka augunum.
Oscar Peterson Trio, Peterson, Oscar - Nightingale.
DOOBIE BROTHERS - Long Train Runnin'.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
JET BLACK JOE - Rain.
CHIC - Le Freak.
DIKTA - Let Go.
ROBERT MILES - Children.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Mr. Blue Sky.
Klemens Hannigan - Don't Want to Talk About It.
SYCAMORE TREE - Fire.
BARRY WHITE - Let The music play.
TAME IMPALA - Let It Happen.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Sjötíu og tveir eru á leið til landsins frá Gaza á vegum íslenskra stjórnvalda og hafa allir dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Ísraels á þriðjudaginn í síðustu viku til að greiða fyrir málinu.
Mótmælandi sem hékk fram af handriði þingpalla í gær og gerði hróp að þingmönnum er enn í haldi lögreglu og var yfirheyrður í morgun. Þingpallarnir verða opnir almenningi í dag.
Góður gangur er í kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ og SA og von er um að skrifað verði undir samninga í vikunni.
Framleiðsla á hergögnum verður stóraukin í Evrópu á næstu árum, ekki síst til að styðja Úkraínu, samkvæmt tillögu sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í morgun. Verja á einum og hálfum milljarði evra til að byrja með til að styðja við framleiðendur hergagna í aðildarríkjum ESB.
Staða leigjenda versnar á milli ára. Framboð á leiguhúsnæði er minna, samningsstaða leigjenda verri og leigan hærri.
Hættumat er óbreytt á Reykjanesskaga. Áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi.
Fátt bendir til annars en að Donald Trump vinni stórsigur á svokölluðum ofurþriðjudegi í forvali Repúblikanaflokksins. Mótframbjóðandi hans segir Bandaríkjamenn eigi betra skilið en að þurfa að velja á milli tveggja áttræðra forsetaframbjóðenda.
Stjórn Menntaskólans að Laugarvatni hefur gert starfslokasamning við kennara sem viðhafði rasísk ummæli um keppanda í Söngvakeppninni.
Sjö 130 metra há möstur verða sett upp í Fljótsdal til að rannsaka vindorku og sex ratsjárstöðvar til að telja fugla, vegna áforma um stórt vindorkuver. Byggingar og skipulagsnefnd hreppsins telur að gera þurfi betur grein fyrir aðkomu og slóðum þar sem reisa á möstrin. Framkvæmdirnar gætu valdið jarðraski.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa voru Popplandsverðir í þætti dagsins. Árni Matt kíkti í heimshornaflakk og kynnti hlustendum fyrir tónlist frá Pakistan. Plata vikunnar á sínum stað, Haust með hljómsveitinni Á Móti Sól. Snekkjurokk, sálartónlist og almennt stuð.
JÚNÍUS MEYVANT - Let it pass.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
Baltimora - Tarzan boy.
Ensími - New leaf.
THE COURTENEENERS - You Overdid It Doll.
ROLLING STONES - Sympathy for the Devil.
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
THE EMOTIONS - Best Of My Love.
Earth Wind and Fire - Fantasy.
Ngonda, Jalen - Rapture.
HARRY STYLES - Music For a Sushi Restaurant.
TRABANT - The One (The Filthy Duke Remix).
MARK RONSON & BRUNO MARS - Uptown Funk.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
MANIC STREET PREACHERS - You Stole The Sun From My Heart.
SVALA - The Real Me.
Grande, Ariana - Yes, and?.
Quantic, Rationale - Unconditional.
Dina Ögon - Bakom glaset.
PLAYER - Baby Come Back.
Feng Suave - Honey, There's No Time.
Streisand, Barbra, Gibb, Barry - Gulty (Duet with Barry Gibb).
Moses Hightower - Búum til börn.
Kiriyama Family - About you.
Bríet - Sólblóm.
Jones, Norah - Running.
INCUBUS - Drive.
McRae, Tate - Greedy.
KRASSASIG - 1-0.
Fred again.., Obongjayar - Adore u.
ICEGUYS - Krumla.
Dua Lipa - Houdini.
GOSI - Ekki spurning.
BENNI HEMM HEMM - Frosinn.
WINGS - Arrow Through Me.
ÓLAFUR BJARKI - Yfirhafinn.
HIPSUMHAPS - Fyrsta ástin.
EDDIE VEDDER - Society.
BENSON BOONE - Beautiful Things.
KASPER BJØRKE, SÍSÍ EY & SYSTUR - Conversations.
Á MÓTI SÓL - Nýjar syndir.
FUTURE ISLANDS - The Thief.
ARLO PARK & LOUIS AND THE YAKUZA - I’m Sorry.
GDRN - Áður en dagur rís (feat Birnir).
Menntaskólinn að Laugarvatni náði samkomulagi við kennara um að láta af störfum vegna þess að sá sami lét hatursfull ummæli falla á samfélagsmiðlum. Þetta er ekki í fyrsta og líklega ekki í síðasta skiptið sem slíkt gerist. Það er þó ekki einfalt mál að víkja kennara úr starfi vegna skoðana sinna, þó að þau séu uppfull af mannfyrirlitningu. Formaður félags framhaldsskólakennara, Guðjón Hreinn Hauksson, er kominn til okkar.
Stjórnarkjör í Festi fer fram á morgun og má segja að þar séu athyglisverð átök. Sjö einstaklingar hafa boðið sig fram í fimm stjórnarsæti og tilnefningarnefnd félagsins hafði skilað fimm tilnefningum en þar vakti athygli að Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður félagsins, var í framboði á ný – en hann sagði sig úr stjórn í byrjun árs 2022 út af svokölluðu Vítalíumáli. Hörður Ægisson, viðskiptablaðamaður hjá Innherja, kemur til okkar og fer yfir kosninguna og pólitíkina í kringum hana.
Umræðan á samfélagsmiðlum hefur verið ansi harkaleg undanfarna daga, bæði í tengslum við málefni innflytjenda, söngkvakeppni sjónvarpsins og svo mætti lengi telja. En hvað veldur þessu mikla hatri og af hverju finnst okkur það í lagi að skrifa einhvern óhróður um menn og málefni t.d. á facebook ? Svarið er líklega ekki einfalt en Óttar Guðmundsson hefur tjáð sig um þessa hegðun og skrifaði m.a. grein í DV nú síðast í desember um Facebook-reiðina. Við heyrum í Óttari í þættinum.
Vondar fréttir fyrir nammigrísi, kakóverð hefur snarhækkað. Það er þó ekki svo slæmt að það hafi mikil áhrif á verð páskaeggjanna í ár, en hvað með næsta ár? Þorlákur Þór Erluson, framkvæmdastjóri Omnom, kemur til okkar og talar um súkkulaði.
Hefur þig alltaf dreymt um að stjórna parísarhjóli? Sá sami hefur aldrei verið jafn nálægt því að láta drauminn rætast, en borgin leitar að aðilum sem eru tilbúnir að reka paradísarhjól í miðborg Reykjavíkur og auglýstu eftir þeim í dag. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík verður á línunni.
Valur Grettisson og Hrafnhildur Halldórsdóttir eru umsjónarmenn þáttarins í dag.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Fjölmennt lið lögreglu og fjölda annarra stofnana gerði húsleit á tugum staða um land allt í dag, vegna gruns um mansal, peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi. Fimm voru handteknir.
Það er ekkert pláss fyrir málamiðlanir um frumvarp til útlendingalaga, segir fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Fjörutíu prósent launafólks segjast ekki ná endum saman samkvæmt rannsókn Vörðu á stöðu launafólks á Íslandi. Staða foreldra versnar á milli ára.
Grásleppa er ekki ofveidd í segir sjávarlíffræðingur hjá Hafró. Enn kemur of mikið af sel og teistu í netin þó að minna sé um það síðustu ár.
Reykjavíkurborg leitar að fyrirtæki til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn í sumar. Það verður að þola íslenskar aðstæður, bæði með hliðsjón af vindi og jarðhræringum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Flóttafólkið sem væntanlegt er hingað frá Gaza á næstu dögum og vikum hefur búið við meiri og langvinnari hörmungar, ógn og skelfingu en nokkur hópur annar sem hér hefur fengið skjól. Þetta segir Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum.
Trausti Hjálmarsson var kosinn formaður Bændasamtaka Íslands um síðustu helgi með tæplega 66% atkvæða. Trausti Hjálmarsson er sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskupstungum þar sem jafnframt er stunduð hrossarækt og hestamennska. Hann segir sóknarfærin framundan mörg og mikilvægast af öllu sé að ræða við grasrótina og bændur um allt land í þéttu samtali við stjórnmálamenn og ráðherra málaflokksins.
Í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum er ofur-þriðjudagurinn svonefndi alla jafna sá mest spennandi, fyrir utan náttúrulega kjördaginn sjálfann. Á ofur þriðjudegi fara nefnilega fram forkosningar eða kjörmannasamkomur í fimmtán ríkjum - og úrslitin gefa því verið þýðingarmikil. En nú er enginn spenntur.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Rafretta - Meiri bjór.
Jane Telephonda - Come With Me.
Red Barnett - Out of Season.
Brek - Home is where you make it.
Ástarpungarnir - Svona nótt.
Halldór Gunnar Pálsson, Sverrir Bergmann - Dag sem dimma nátt.
Spacestation - Fokking lagið.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Þriðjudagstilboðið á kvöldvaktinni innihélt nýtt efni frá Bombay Bicycle Club, GKR, Lödu Sport, Chuck Stranger & John Glacier.
Myndi falla - Úlfur Úlfur
Beautiful People - The Black Keys
Feluleik - Númer 3
Cold Cold Cold - Cage The Elephant
Better Now - Bombay Bicycle Club
Ólína - Lada Sport
First To Go - Astrid S
100p (ft. Floni) - Joey Christ
Deeper Well - Kacey Musgraves
Sage Motel - Monophonics
Fokking lagið - Spacestation
Scar Tissue - Red Hot Chili Peppers
Murder On The Dancefloor - Royel Otis
Staring At The Wall - Norah Jones
Full - Gang Starr
Snertingu við mig - GKR
Nothing To Declare - MGMT
Conversations - Systur, Sísí Ey & Kasper Björke
Bastard - Ruthless Bastards
Dramatic - Matching Drapes
Uneventful Days - Beck
Too Lost - Bishop Nehru
Mwaki - Zerb
Weird World - Allie X
Money Shows - John Glacier
Birds In The Sky - NewEra
Ski'd Up - Chuck Strangers
New Leaf - Ensími
Praise Jah In The Moonlight - YG Marley
Valið er ekkert - Benni Hemm Hemm
I'm Sorry - Arlo Parks
One Night/All Night - Justice & Tame Impala
Just How You Like It - KAK Hatt & K.A.D
Searching For Yourself - Yeek
Halda áfram - Ex.girls
Homesick - Sam Fender & Noah Kahan
Everything Goes My Way - Metronomy
Coke Cans - Superserious
Alive - Empire Of The Sun
Long Goodbye - LP
The Thief - Future Islands
Lake Shore Drive - Aliotta Haynes Jeremiah
Lie To Me - Chris Isaak
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Mál málanna í Rokklandi í dag er bandaríska pönkrokksveitin Hüsker Dü. Elvar Freyr Elvarsson er gestaumsjónarmaður í Rokklandi og segir okkur frá þessari merkilegu sveit. Hann hafði uppi á bassaleikaranum Greg Norton og spjallar við hann í þættinum auk þess að segja sögu Hüsker Dü. Það er í seinni hluta þáttarins. Í Fyrri hlutanum er músík úr ýmsum áttum.