• 00:00:56Hvað þýða litakóðar veðurstofunnar
  • 00:06:47Ásmundur Stefánsson um vinnudeilur
  • 00:18:05Fortíðin bankar upp á

Kastljós

Litakóðar veðurstofunnar, Ásmundur Stefánsson, Ex

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi um mestallt land í dag og fram á hádegi á morgun. En hvað þýða þessar viðvaranir og hvernig er ákveðið hvort veðurspá kalli á gula eða appelsínugula viðvörun - eða jafnvel rauða? Því sama veðurspá getur kallað á ólíkar viðvaranir eftir því hvar á landinu veðrið er og hvenær ársins.

Deilt hefur verið um lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem hann lagði fram í deilum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, fjallaði um tillöguna og hvernig hún hefur verið notuð í tímasn rás.

Leikritið Ex eftir Marius von Mayenburg var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um helgina en það er annar hluti í þríleik eftir skáldið.

Frumsýnt

30. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,