Sumarlandinn

Þáttur 5 af 9

Við komumst því hvert er elsta tré landsins. Það er á Hólasandi norðan við Mývatn.

Við förum í ratleik í Hafnarfirði sem er í boði allt sumarið fyrir unga sem aldna.

Við förum í mótorkrossskóla á Akureyri þar sem ungmenni þjóta um þúfur og mela á mótorkrosshjólum.

Við kynnum okkur líka sögu Djúpósstíflu sem er merkilegt mannvirki á Suðurlandi. Loks förum við á tónleika, ekki þó í tónleikahúsi heldur í bílskúrnum hjá hinum þekkta þungarokkara Stebba Jak. í Mývatnssveit.

Frumsýnt

16. júlí 2023

Aðgengilegt til

16. júlí 2024
Sumarlandinn

Sumarlandinn

Sumarlandinn svífur yfir landið í sumar og drepur niður fæti hvar sem eitthvað skemmtilegt er gerast. Sem fyrr verður farið út og suður, vítt og breitt, langt yfir skammt og allt þar á milli. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Elsa María Drífudóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Halla Ólafsdóttir, Þórdís Claessen, Jóhann Alfreð Kristinsson og Steiney Skúladóttir. Tónlistarkonan Árný Margrét sér um tónlistina. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Elvar Örn Egilsson, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Karl Sigtryggsson. Ritstjóri: Gísli Einarsson.

Þættir

,