Sumarlandinn

Þáttur 1 af 9

Sumarlandinn fylgdist með fornleifauppgreftri í Árbæ í Reykjavík en þar á safnalóðinni hafa fornleifafræðingar verið störfum árum saman. Það sem er kannski óvenjulegt er þarna er ekki verið rannsaka forn höfðingjasetur heldur almúga hýbýli.

Sumarlandinn fór líka í Rallýakstur með sextán ára stúlku sem er með bíladellu á háu stigi.

Við fórum í sauðburð með ljósmyndara sem sérhæfir sig í taka myndir af sauðfé, sérstklega af lömbum og afurðin af þeirri vinnu er lambadagatal sem nýtur mikilla vinsælda.

Við kíktum við í Barnabæ á Stokkseyri en í eina viku í vor varð Grunnskólinn "sjálfstæðu ríki" sem stjórnað var af krökkunum sjálfum.

Við fórum síðan á hljómsveitaæfingu hjá hljómsveitinni Brekkubræðrum á Akureyri. Hljómsveitarmeðlimir eiga það allir sameiginlegt vera ekki komnir á fermingaraldur. Þeir láta það ekki aftra sér og við fylgjumst með þeim koma fram á sjálfum Græna Hattinum, þar sem þeir hita upp fyrir Hvanndalsbræður. Þeir viðurkenna fúslega það fyrir vaðandi klíkuskap!

Frumsýnt

18. júní 2023

Aðgengilegt til

18. júní 2024
Sumarlandinn

Sumarlandinn

Sumarlandinn svífur yfir landið í sumar og drepur niður fæti hvar sem eitthvað skemmtilegt er gerast. Sem fyrr verður farið út og suður, vítt og breitt, langt yfir skammt og allt þar á milli. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Elsa María Drífudóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Halla Ólafsdóttir, Þórdís Claessen, Jóhann Alfreð Kristinsson og Steiney Skúladóttir. Tónlistarkonan Árný Margrét sér um tónlistina. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Elvar Örn Egilsson, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Karl Sigtryggsson. Ritstjóri: Gísli Einarsson.

Þættir

,