Morgunútvarpið

Formannsslagur í Framsókn,íslenskur handboltalæknir svía og hvernig er að festast í geimnum?

Ísland og Svíþjóð mættust á EM í handbolta í gær. Það vita ekki allir læknir sænska landsliðsins heitir Arnar Sigurðsson. Hann var atvinnumaður í tennis áður en hann sneri sér læknisfræðinni og fór í sérnám í bæklunarlækningum í Svíþjóð. Hann hefur haldið þeirri stöðu eftir hann flutti heim og fór vinna í Orkuhúsinu. Við ræddum boltann við Arnar í Morgunútvarpinu.

Suni Williams, geimfari hjá NASA, hefur látið af störfum hjá bandarísku geimferðastofnuninni eftir 27 ára starf. Hún er frægust fyrir hafa setið föst í geimnum í níu mánuði árið 2024 en ferðin langa, sem hófst sem tilraunaflug Starliner-geimfars Boeing var síðasta förin hennar út í himingeiminn. Stjörnu-Sævar kíkti í heimsókn í Morgunútvarpið sagði okkur þessa merkilegu sögu.

Mikil ólga er í Minneapolis í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum eftir ICE-liðar skutu hinn 37 ára gamla Alex Jeffrey Pretti til banda um helgina. Bandarísk stjórn völd segja Pretti hafa ógnað alríkisfulltrúum en það stangast á við myndskeið og vitnisburði sjónarvotta. Allt hefur verið á suðurpunkti eftir ICE-liði skaut hina 37 ára gömlu Renee Good til bana í byrjun janúar og hafa íbúar mótmælt framferð ICE-liðanna. Í síðustu viku fengum við til okkar Katrínu Frímannsdóttur, sem hefur búið í Minneseota í 35 ár. Hún sagði okkur frá hvernig var búa í ríkinu og hvernig lífið þar breyttist eftir Trump tók við völdum í Bandaríkjunum. Við endurfluttum valinn kafla úr viðtalinu.

Ingibjörg Isaksen og Lilja Alfreðsdóttir verða í framboði þegar Framsókn velur sér nýjan formann á flokksþingi í febrúar. Staðan hefur oft verið betri í flokknum og við fengum þær báðar til okkar til segja okkur hvernig þau ætla rífa flokkinn upp á ný.

Edda Sif var á línunni frá Svíþjóð og fór með okkur yfir stöðuna á EM í handbolta.

Frumflutt

26. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,