Morgunútvarpið

Leiðtogafundurinn í Höfða,Trump og Tvíhöfði leitar að plakati

býðst fólki fara á bókasöfnin í Kringlunni og Sólheimum utan opnunartíma, án þjónustu starfsfólks. Bókaormar eru hæstánægðir með fyrirkomulagið, samkvæmt því sem við í Morgunútvarpinu heyrum en hver nýtir sér þessa þjónustu og af hverju? Og hvernig hefur þjónusta bókasafna þróast í takt við tímann? Rut Ragnarsdóttir og Unnar Geir Unnarsson frá Borgarbókasafninu kíktu til okkar.

Á þessu ári eru 40 ár liðin frá leiðtogafundi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhaíl Gorbatsjev aðalritara sovéska kommúnistaflokksins í Höfða. Íslenskt samfélag fór á hvolf en Íslendingar fengu aðeins ellefu daga til skipuleggja fund þessara tveggja æðstu þjóðarleiðtoga heims. Sindri Freysson kom í Morgunútvarpið og sagði okkur frá nýrri mynd sem segir sögu þeirra sem létu þetta þrekvirki ganga upp og áhrif fundarins á íslenskt samfélag og mannkynssöguna.

Um fátt annað var rætt í gær en ræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta á alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos. Ræðunnar hafði verið beðið með ofvæni vegna ítrekaðra krafna hans um Grænlandi á sitt vald. Í ræðunni sagði hann ýmislegt en það sem gerðist eftir ræðuna var rammi framtíðarsamkomulagi virðist hafa náðst um Grænland. Þá sagði Trump engir refsitollar yrðu lagðir á Evrópuríki fyrir styðja Grænland. Heimsbyggðin snýst í hringi og við ræddum viðbrögðin við Piu Hansson forstöðumann Alþjóðastofnunnar.

Tvíhöfði sendi í vikunni frá sér ákall til aðdáenda sinna um gamalt plakat sem sýnir þa félaga Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson í gervi hamingjamra hjóna. Um svipað leyti hafði Jón Gnarr óskað eftir upplýsingum um hver tók af þeim umrædda mynd. Ástæðan fyrir leitinni er 30 ára afmæli Tvíhöfða á þessu ári en undirbúningur fyrir mikla brúðkaupsafmæli í Hörpu stendur yfir. Jón Gnarr kom í Morgunútvarpið og sagði okkur betur frá þessu.

Ísland heldur leik áfram á EM í handbolta í kvöld og Einar Örn Jónsson var á línunni frá Svíþjóð og greindi fyrir okkur stöðuna.

Frumflutt

22. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,