Morgunútvarpið

Haraldur Franklín,Beckham draminn og „sérstökustu“ skipanir Trump í embætti

Menningarhátíðin Iceland Eclipse, sem fer fram í ágúst á sama tíma og almyrkvinn, er sögn aðstandenda dýrasti og flóknasti menningarviðburður íslandssögunnar. Þarna verða ekki bara listamenn heldur vísindamenn, nóbelshafar og geimfarar. Við fengum Jón Bjarna Steinsson til segja okkur nánar frá hátíðinni.

er ár liðið síðan Donald Trump tók við embætti á ný. Af því tilefni hefur Morgunútvarpið tekið saman fimm „sérstökustu“ skipanir hans í embætti.

Ísland og Ungverjaland mættust á EM í handbolta í gærkvöldi og framunan er erfiðir leikir í milliriðli. Við höldum áfram taka púlsinn á stemningunni hjá stuðningsfólki strákanna okkar og í þetta skipti hringjum við suður á Tenerife. Helgi Jean Claessen var á línunni.

Keppnistímabilið er hefjast hjá atvinnukylfingnum Haraldi Franklín en um helgina heldur hann til Suður-Afríku. Þar bíða hans fjögur mót áður en hann fer til Abú Dabí, Ítalíu, Spánar, Danmerkur og víðar. Hann verður á ferð og flugi meira og minna út október og það er ljóst strembið tímabil er framundan. Hvernig undirbýr hans sig fyrir þessu ósköp og hvernig er líf atvinnukylfingsins á þessum ferðalögum á meðan fjölskyldan býr á Íslandi? Haraldur Franklín mætti í Morgunútvarpið.

Brooklyn Beckham hefur rofið þögnina um erjur hans og foreldrar hans, David og Victoria Bekcham. Brooklyn segist ekki hafa neinn áhuga á sættast við foreldra sína og sakar þau um lygar og pretti til þess viðhalda fullkominni ímynd fjölskyldunnar. Við fengum stjörnusérfræðinginn Evu Ruzu til útskýra þetta leiðindarmál fyrir hlustendum okkar.

Frumflutt

21. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,